
Brotist var inn í vinnuskúr við grunnskólann í Bolungarvík. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Eigendur skúrsins segja allt hafa verið með felldu síðastliðinn föstudag klukkan fjögur um eftirmiðdag. Innbrotið uppgötvaðist svo í morgun klukkan átta, að því er kemur fram í tilkynningu lögreglunnar.
Sá sem braust inn hafði á brott með sér Makita-skrúfvél og fimm hleðslurafhlöður frá Makita ásamt fleiri verkfærum.
Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir því að hafi fólk einhverjar upplýsingar um málið þá hafi viðkomandi samband á facebooksíðu lögreglunnar, á netfangið vestfirdir@logreglan.is eða í síma 444-0400.
Heimild: Mbl.is