Home Fréttir Í fréttum Makita-skrúfvél og fleiri verkfærum stolið

Makita-skrúfvél og fleiri verkfærum stolið

134
0
Lögreglan óskar eftir upplýsingum um innbrot í vinnuskúr þar sem stolið var m.a. Makita skrúfvél. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brot­ist var inn í vinnu­skúr við grunn­skól­ann í Bol­ung­ar­vík. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á face­booksíðu lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum.

<>

Eig­end­ur skúrs­ins segja allt hafa verið með felldu síðastliðinn föstu­dag klukk­an fjög­ur um eft­ir­miðdag. Inn­brotið upp­götvaðist svo í morg­un klukk­an átta, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar.

Sá sem braust inn hafði á brott með sér Makita-skrúf­vél og fimm hleðsluraf­hlöður frá Makita ásamt fleiri verk­fær­um.

Lög­regl­an á Vest­fjörðum ósk­ar eft­ir því að hafi fólk ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar um málið þá hafi viðkom­andi sam­band á face­booksíðu lög­regl­unn­ar, á net­fangið vest­fir­d­ir@log­regl­an.is eða í síma 444-0400.

Heimild: Mbl.is