Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Uppsetning blágrýtishjúpsins á Landsbankahöllinni að hefjast

Uppsetning blágrýtishjúpsins á Landsbankahöllinni að hefjast

281
0
Landsbankinn tekur húsið í notkun á næsta ári. Teikning/Arkþing Nordic og C.F. Møller.

Fyr­ir­hugaðar höfuðstöðvar Lands­bank­ans eru að taka á sig mynd en fram und­an er að klæða húsið að utan með stein­um.

<>

Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust frá Lands­bank­an­um að klæðning­in er úr ís­lensku blágrýti.

„Um er að ræða um það bil 3.000 m2 af klæðningu fyr­ir út­veggi húss­ins.

Vinna við ut­an­hús­sklæðningu fer fram sam­hliða fullnaðarfrá­gangi. Reiknað er með að húsið verði tekið í notk­un á seinni hluta árs­ins 2022.

Upp­setn­ing á klæðningu hefst með því að leiðarar til fest­inga á klæðningu eru fest­ir á út­veggi. Sá verkþátt­ur er þegar haf­inn,“ sagði í svari frá bank­an­um um verk­efnið.

Gler­hjúp­ur set­ur sem kunn­ugt er mik­inn svip á Hörpu, norðan við fyr­ir­hugaðar höfuðstöðvar bank­ans, og verður því at­hygl­is­vert að sjá hvernig hjúp­arn­ir kall­ast á, ef svo má að orði kom­ast, þegar Lands­bank­inn tek­ur húsið í notk­un á næsta ári.

Heimild: Mbl.is