Home Fréttir Í fréttum Alræmd slysabrú aflögð

Alræmd slysabrú aflögð

125
0
Ljósmynd/Vegagerðin

Vega­gerðin hyggt á næstu vik­um bjóða út tvö viðamik­il verk í Skaft­ár­hreppi. Um er að ræða nýj­ar tví­breiðar brýr yfir Hverf­is­fljót og Núpsvötn og til­heyr­andi vega­gerð.

<>

Verk­in verða boðin út sam­an.Tæp­ir 17 kíló­metr­ar eru á milli þess­ara tveggja vatns­falla. Bú­ist er við að fram­kvæmd­ir hefj­ist á ár­inu 2021 og að um­ferð verði hleypt á nýju brýrn­ar haustið 2022.

Nýju brýrn­ar munu leysa af hólmi ein­breiðar brýr á Hring­vegi, þar sem mörg al­var­leg bíl­slys hafa orðið. Um­ferðarör­yggi á svæðinu mun stór­aukast við þess­ar fram­kvæmd­ir.

Um­ferð hef­ur farið vax­andi á und­an­förn­um árum vegna fjölg­un­ar er­lendra ferðamanna. Skipu­lags­stofn­un hef­ur tekið þá ákvörðun að þess­ar fram­kvæmd­ir þurfi ekki að fara í um­hverf­is­mat, enda hafi fram­kvæmda­svæðum áður verið raskað við fyrri vega­fram­kvæmd­ir.

Vega­gerðin hef­ur kynnt op­in­ber­lega fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir við nýja 150 metra langa tví­breiða brú á Hring­vegi (1) um Núpsvötn í Skaft­ár­hreppi í Vest­ur-Skafta­fells­sýslu.

Í tengsl­um við bygg­ingu nýrr­ar brú­ar verður Hring­veg­ur­inn end­ur­byggður í nýrri legu á um tveggja kíló­metra löng­um kafla. Nýja brú­in verður norðan við nú­ver­andi brú og fær­ist veg­lína Hring­veg­ar­ins u.þ.b. 100 metra til norðurs, þar sem mest er.

Kost­ar rúm­an millj­arð

Bú­ist er við að verk­taka­kostnaður við bygg­ingu brú­ar á Núpsvötn, ásamt veg­teng­ing­um, verði rúm­lega 1.000 millj­ón­ir króna. Fram­kvæmd­irn­ar verða fjár­magnaðar á sam­göngu­áætlun, með sér­stakri fjár­mögn­un Vega­gerðar­inn­ar eða hvort tveggja. Vegna um­fangs verks­ins má reikna með að nokk­ur fjöldi starfa skap­ist á fram­kvæmd­ar­tíma. Reikna má með um 20 störf­um í um níu mánuði vegna brú­ar- og vega­vinnu á svæðinu.

Í grein­ar­gerð kem­ur fram að nýja brú­in yfir Núpsvötn verði grunduð á steypt­um staur­um sem rekn­ir verða niður í ár­far­veg­inn. Sam­tals þarf að reka niður staura á um 200 stöðum og þar sem staur­arn­ir eru tví­skipt­ir verði um að ræða u.þ.b. 400 staura sem hver er 10-12 metra lang­ur.

Til­boð í fram­leiðslu og flutn­ing á steypt­um niður­rekstr­ar­staur­um fyr­ir brú á Núpsvötn voru opnuð 6. apríl sl. Eitt til­boð barst, frá Steypu­stöðinni ehf. í Borg­ar­nesi. Hljóðaði það upp á krón­ur 68.046.294, sem var 91% af kostnaðaráætl­un, sem var tæp­ar 75 millj­ón­ir króna.

Sökkl­ar og stöpl­ar nýju brú­ar­inn­ar verða steypt­ir land­stöpl­ar í báðum end­um brú­ar­inn­ar og fjór­ir stöpl­ar á milli þeirra.Yf­ir­bygg­ing verður steypt. Brú­in verður tví­breið og hönnuð fyr­ir 90 km/​klst. há­marks­hraða. Hún verður 10 metra breið með níu metra breiðri ak­braut og 0,5 metra breiðum brík­um.

Einnig verður byggður nýr án­ing­arstaður vest­an Núps­vatna. Á þess­um stað er fal­legt út­sýni í vesturátt að Lómagnúpi og austurátt að Öræfa­jökli og því er nauðsyn­legt talið að byggja nýj­an ör­ugg­an án­ing­arstað. Eng­inn án­ing­arstaður er við nú­ver­andi brú en öku­menn hafa freist­ast til að stoppa í veg­könt­um og taka mynd­ir. Hönn­un án­ing­arstaðar­ins tek­ur mið af nýj­um án­ing­arstað sem fyr­ir­hugaður er við Hverf­is­fljót. Gert er ráð fyr­ir stæðum fyr­ir rútu, hús­bíla og 10 fólks­bíla, þar af einu stæði fyr­ir hreyfi­hamlaða. Með nýj­um án­ing­arstað verður sköpuð ör­ugg­ari aðstaða fyr­ir veg­far­end­ur til að njóta út­sýn­is­ins.

Gamla brú­in yfir Núpsvötn verður lát­in standa til að byrja með en mokað frá henni við báða enda. Til framtíðar er litið til þess að rífa brúna, reynd­ar ásamt fleiri brúm en það er veru­lega kostnaðarsamt að rífa hana. Þarf sér­staka fjár­veit­ingu til þess, upp­lýs­ir G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar.

Skipu­lags­stofn­un hef­ur tekið ákvörðun um að breyt­ing­ar á Hring­vegi um Núpsvötn í Skaft­ár­hreppi skuli ekki háðar mati á um­hverf­isáhrif­um. Al­menn­ing­ur get­ur kynnt sér niður­stöðuna á skipu­lag.is.

Ákvörðun­ina má kæra til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála og er kæru­frest­ur til 7. júní.

Sem fyrr seg­ir verða þessi tvö verk­efni boðin út sam­an. Skipu­lags­stofn­un hef­ur áður úr­sk­urðað um brúna yfir Hverf­is­fljót. Morg­un­blaðið fjallaði ít­ar­lega um hana 21. nóv­em­ber 2020. Sú brú verður 74 metr­ar að lengd.

Mörg al­var­leg slys hafa orðið

Nú­ver­andi ein­breið brú yfir Núpsvötn er 420 metra löng stál­bita­brú með timb­urgólfi og var byggð árið 1973. Eft­ir að Súla hætti að renna í Núpsá og færðist yfir í Gígju­kvísl eru hlaup hætt að koma í Núpsvötn. Því er ekki leng­ur tal­in þörf á svo langri brú, að mati Vega­gerðar­inn­ar. Frá alda­mót­um hafa alls orðið 13 slys við brúna yfir Núpsvötn. Þar af var eitt slys í des­em­ber 2018 þar sem þrír lét­ust og fjór­ir slösuðust þegar jeppa­bif­reið var ekið út af brúnni. Þetta voru bresk­ir rík­is­borg­ar­ar af ind­versk­um upp­runa.

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 13. maí.
Heimild: Mbl.is