Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Mynd að komast á nýtt raðhúsahverfi í Áshamri Vestmannaeyjum

Mynd að komast á nýtt raðhúsahverfi í Áshamri Vestmannaeyjum

149
0
Ljósmyndir/TMS

Mikil uppbygging á sér nú stað á raðhúsalóðum í Áshamrinum. Þar er byrjað að reisa eitt af fjórum raðhúsum sem búið er að úthluta.

<>

Að sögn Sigurðar Smára Benónýssonar, byggingarfulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ er það Svanur Örn Tómasson, sem er byrjaður að reisa raðhús á svæðinu. En það er á vestustu lóðinni.

Sigurður Smári segir að byggingarfyrirtækið Steini og Olli sé með næstu lengju austanmegin við Svan. Hann segir að Steini og Olli séu komnir með byggingarleyfi, og hefst uppsláttur í sumar.

Fyrirtækið Fastafl er svo með tvær raðhúsalengjur og ætla þeir að hefja framkvæmdir í september.

Heimild: Eyjar.net