Mikil uppbygging á sér nú stað á raðhúsalóðum í Áshamrinum. Þar er byrjað að reisa eitt af fjórum raðhúsum sem búið er að úthluta.
Að sögn Sigurðar Smára Benónýssonar, byggingarfulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ er það Svanur Örn Tómasson, sem er byrjaður að reisa raðhús á svæðinu. En það er á vestustu lóðinni.
Sigurður Smári segir að byggingarfyrirtækið Steini og Olli sé með næstu lengju austanmegin við Svan. Hann segir að Steini og Olli séu komnir með byggingarleyfi, og hefst uppsláttur í sumar.
Fyrirtækið Fastafl er svo með tvær raðhúsalengjur og ætla þeir að hefja framkvæmdir í september.
Heimild: Eyjar.net