Home Fréttir Í fréttum Ný brú á Gilsá á Völlum. Kynning á fyrirhugaðri framkvæmd

Ný brú á Gilsá á Völlum. Kynning á fyrirhugaðri framkvæmd

164
0
Teikning af nýrri brú og vegi. Mynd: Vegagerðin

Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja 46 m langa brú á Skriðdals- og Breiðdalsvegi (95) á Gilsá á Völlum í Múlaþingi.

<>

Í tengslum við byggingu nýrrar brúar þarf að endurbyggja Skriðdals- og Breiðdalsveg á 1,2 km löngum kafla.

Vegagerðin áætlar að vegur og brú verði byggð árið 2021 og hægt verði að taka mannvirkið í notkun haustið 2021.

Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi.

skrðMeð nýjum vegi og nýrri tvíbreiðri brú á Gilsá mun umferðaröryggi aukast til mikilla muna og umferð um svæðið verða greiðari en hún er nú.

Sjá nánar hér þar sem finna má kynningarskýrsluna og fylgiskjöl.

Heimild: Vegagerðin.is