Home Í fréttum Niðurstöður útboða Eitt tilboð barst í endurbyggingu á Ráðhúsinu í Vestmannaeyjum

Eitt tilboð barst í endurbyggingu á Ráðhúsinu í Vestmannaeyjum

245
0
Ráðhús Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Í vikunni voru opnuð tilboð í uppbyggingu innanhúss í Ráðhúsinu. Verkið fellst í að fullgera húsið að innan.

<>

Fram kom í verklýsingu að búið sé að fjarlægja alla einangrun og múr af útveggjum og loftum ásamt innréttingum.

Húsið verður einangrað að nýju og allar innréttingar og lagnir endurnýjaðar. Verkinu skal vera lokið 1. desember 2021.

Eitt tilboð barst. Steini og Olli ehf. buðu kr. 217.283.330. Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 232.827.700.

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær fór framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar yfir stöðu verks og fram kom í máli hans að gluggaskiptum er lokið sem og rifi og hreinsun á miðhæð og í risi.

Unnið er að lagfæringum utanhúss og fljótlega verður hafist handa við að brjóta upp gólf í kjallara. Hönnun er að mestu lokið og efnisval er í gangi.

Í afgreiðslu ráðsins þakkar ráðið tilboðsgjafa fyrir tilboðið og felur framkvæmdastjóra framgang málsins.

Heimild: Eyjar.net