Home Fréttir Í fréttum Efla sinnir verkeftirliti við upphaf uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna

Efla sinnir verkeftirliti við upphaf uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna

241
0
Mynd: NLSH ohf

Það eru mörg verkefnin fram undan við verkeftirlit hjá Eflu sem sér um þann þátt við uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna.

<>

Nú þegar verkefnið er hafið þá hefur vinnan á svæðinu aðallega verið fólginn í frágangi staf- og jarðskauta, hreinsunar á klöpp undir undirstöðum og núna er vinna við uppsteypu þeirra einnig hafin.

Auk framangreinds er unnið að undirbúningi annarra verkþátta sem munu hefjast innan tíðar,segir Kristinn Baldursson hjá EFLU.

Á mynd má sjá þá Ásgeir Baldvin Böðvarsson og Rúnar Jón Friðgeirsson frá verkeftirlitinu vinna að úttekt á einni af undirstöðunum sem á að fara að steypa.

Heimild: NLSH ohf.