Home Fréttir Í fréttum Íbúðum í bygg­ingu fækk­ar milli ára

Íbúðum í bygg­ingu fækk­ar milli ára

61
0
Aðal­hag­fræðing­ur SI seg­ir þró­un­ina af­leiðingu þeirr­ar stefnu að þétta byggð á kostnað nýrra hverfa.

Íbúðum í bygg­ingu fækk­ar um ríf­lega 1.100 milli ára. Þá er út­lit fyr­ir að ríf­lega 400 færri íbúðir verði full­bún­ar eft­ir ár en áður var áætlað. Þetta má lesa úr íbúðataln­ingu Sam­taka iðnaðar­ins.

<>

Heild­ar­fjöldi íbúða í bygg­ingu í mars­mánuði 2018-2021 er sýnd­ur á graf­inu hér til hliðar. Eins og sjá má eru nú ríf­lega 2.000 færri íbúðir í bygg­ingu en í mars 2019.

Taln­ing­in fer fram á höfuðborg­ar­svæðinu, í ná­grenni þess og á Norður­landi.

Hægra meg­in á graf­inu má svo sjá spá SI um full­bún­ar íbúðir á næsta ári. Gangi spá­in eft­ir verða 1.790 íbúðir full­bún­ar á land­inu öllu á næsta ári.

Þar af 1.484 á höfuðborg­ar­svæðinu og 306 í ná­grenni þess. Til sam­an­b­urðar var því spáð í mars í fyrra að ríf­lega 2.200 íbúðir yrðu full­bún­ar í mars á næsta ári. Ingólf­ur Bend­er, aðal­hag­fræðing­ur Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir íbúðum í bygg­ingu fækka á öll­um bygg­ing­arstig­um milli taln­inga.

Þá hafi lag­er­inn af full­bún­um íbúðum nær selst upp und­an­farið en eins og Morg­un­blaðið hef­ur rakið hef­ur spurn eft­ir full­bún­um íbúðum verið vax­andi.

„Við höf­um ekki séð færri íbúðir í bygg­ingu í fjög­ur ár hér á höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta er mesta fækk­un íbúða í bygg­ingu milli ára frá upp­hafi mæl­inga hjá okk­ur sem var 2010,“ seg­ir Ingólf­ur.

Það sé áhyggju­efni að ekki skuli vera fleiri íbúðir á fyrstu bygg­ing­arstig­um. Það kalli á lítið fram­boð á full­bún­um íbúðum litið fram í tím­ann og ójafn­vægi á markaðnum.

Heimild: Mbl.is