Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir hafnar við nýtt hringtorg

Framkvæmdir hafnar við nýtt hringtorg

199
0
Framkvæmdasvæðið við Eyrarbakkaveg. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýs hringtorgs á Eyrarbakkavegi, á gatnamótum við Hólastekk og Víkurheiði.

<>

Á meðan framkvæmdir standa yfir fyrstu dagana er hámarkshraði á svæðinu lækkaður niður í 30 km/klst en í framhaldinu verður gerð hjáleið vesturfyrir framkvæmdasvæðið.

Það er Verktækni ehf sem sér um framkvæmdirnar en fyrirtækið áttil lægsta tilboðið í verkið, 134,9 milljónir króna, sem er 74,9% af áætluðum verktakakostnaði.

Fyrirhugað hringtorg á Eyrarbakkavegi

Verkinu tilheyra einnig veglýsing, vegmerkingar ásamt breytingum á lagnakerfum veitufyrirtækja, m.a. færsla og nýlagnir vatns- og hitaveitu, rafstrengja og fjarskiptalagna auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu.

Verkið er samvinnuverkefni Sveitarfélagsins Árborgar og Vegagerðarinnar og á því að vera lokið þann 1. september næstkomandi en umferð skal þó vera hleypt á endanleg mannvirki eigi síðar en 1. júlí.

Heimild: Sunnlenska.is