Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við Vallaræsi í Hafnarfirði hafnar

Framkvæmdir við Vallaræsi í Hafnarfirði hafnar

326
0
Yfirlitsmynd yfir þá vinnu sem unnin verður á svæðinu í vetur. Teiking: Hafnarfjarðarbær

Framkvæmdir við Vallaræsi eru farnar af stað. Í byrjun sumars er áætlað að fara í yfirborðsfrágang. Verklok í verkinu eru skv. verksamningi í október 2021.

<>

Sjá upplýsingasíðu fyrir framkvæmdir við stofnræsi Valla – Vallaræsi

Í grófum dráttum skiptist verkið í:

  • Klapparlosun með sprengingum og/eða fleygun
  • Jarðvinnu vegna skurðgraftrar og undirbúnings lagnavinnu og lögn veitulagna
  • Söndun og fylling yfir veitulögn og frágangur yfirborðs

Klapparlosunin er vandsöm og er hún að mestu leiti útfærð með því að sprengja skurðinn en Borgarvirki, sér um sprengingar fyrir aðalverktaka verksins Háfell ehf.

Til að fylgjast með mögulegri hreyfingu sem sprengingar kunna að hafa í för með sér setur verktaki upp mæli á næstliggjandi hús.

Athafnasvæði er girt af á hverjum stað fyrir sig, og umferð gangandi stýrt framhjá athafnasvæði með girðingum og merkingum.

Búast má við umtalsverðri umferð með jarðefni til og frá athafnasvæði.

Annars vegar um aðkomu í botnlanga í Bergskarði og hins vegar meðfram lagnaleiðinni.

Heimild: Hafnarfjordur.is