Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir á nýjum Suðurlandsvegi ganga vel

Framkvæmdir á nýjum Suðurlandsvegi ganga vel

262
0
Mynd: Dfs.is

Í apríl 2020 var skrifað undir verksamning við ÍAV um áframhaldandi framkvæmdir við Hringveginn milli Biskupstungnabrautar og Hveragerðis.

<>

Verkið er nýbygging og endurgerð á núverandi hringvegi ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. „Allt gengur ljómandi vel og er á áætlun og jafnvel aðeins á undan.

Við erum núna að byrja á fyrstu brúnni í þessum hluta verksins, brú sem liggur yfir Gljúfurholtsá.

Þá erum við að fara að byrja á undirgöngum þar sem hringvegurinn þverar Ölfusveginn niðri við Kotströnd.

Þá er búið að klára hringtorgið við Biskupstungnabrautina.

Nú er verið að bíða eftir því að fargið sem sett var í vegstæðið við Ingólfsfjall sígi niður og við áætlum að það verði eitthvað fram á mitt sumar.

Svo verður fargið tekið upp áður en vegavinnan hefst,“ sagði Oliver Claxton, verkefnastjóri jarðvinnu hjá ÍAV í samtali við Dagskrána.

Heimild: Dfs.is