Sem stendur er nú unnið að því að byggja áfanga 2 við Hópsskóla en um er að ræða 1.100 m² byggingu á einni hæð auk þess verður kjallari undir hluta byggingar.
Það er Grindin ehf. sem sér um framkvæmdina.

Í viðbyggingu verða m.a. fjórar heimastofur ásamt fjórum öðrum stofum fyrir textílmennt, myndmennt, heimilisfræði og smíði.
Viðbyggingin mun tengjast núverandi skóla að austanverðu og byggjast til suðurs, í átt að Hópinu. Gert er ráð fyrir að taka áfangann í notkun í byrjun árs 2022.

Heimild: Grindavik.is