Home Fréttir Í fréttum Fjár­festa fyr­ir 5 millj­arða í Nes­kaupstað

Fjár­festa fyr­ir 5 millj­arða í Nes­kaupstað

145
0
Síld­ar­vinnsl­an hef­ur ákveðið að hrinda af stað tæp­lega fimm millj­arða fjár­fest­ingu í hús­næði og búnaði í Nes­kaupstað til að auka af­köst. Mynd: mbl.is/​Sig­urður Aðal­steins­son

Síld­ar­vinnsl­an hef­ur tekið ákvörðun um að stækka fiski­mjöls­verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins í Nes­kaupstað, auka af­köst við hrogna­vinnslu um helm­ing og koma upp ein­ingu í verk­smiðjunni sem er hönnuð til að vinna af­sk­urð frá fiskiðju­ver­inu.

<>

Heild­ar­fjárfest­ing­in mun hlaupa á 4,8 millj­örðum króna og hef­ur þegar feng­ist starfs­leyfi fyr­ir stærri verk­smiðju.

Fjár­fest­ing í fyrsta áfanga upp­bygg­ing­ar­inn­ar mun nema um 2,3 millj­örðum króna, en í því felst að reisa tvö þúsund fer­metra hús með til­heyr­andi búnaði svo sem öfl­ugri loftræst­ingu og lykteyðing­ar­búnaði, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Þá er einnig gert ráð fyr­ir að búnaður í smærri verk­smiðju­ein­ing­una verði keypt­ur og sett­ur upp í fyrsta áfanga.

Verk­smiðjan eft­ir fyr­ir­hugaða stækk­un séð frá norðri. Ný­bygg­ing­ar eru gul­ar að lit með dekkri þökum. Mynd: ​Síld­ar­vinnsl­an

Áætlan­ir Síld­ar­vinnsl­unn­ar gera ráð fyr­ir að tveim­ur millj­örðum verði fjár­fest í búnaði til að auka af­kasta­getu verk­smiðjunn­ar í 2.380 tonn. Ekki er talið að fram­kvæmd­irn­ar trufli nú­ver­andi starf­semi.

Fyr­ir­tækið mun að lok­um ráðast í fram­kvæmd­ir er snúa að stækk­un hrogna­vinnsl­unn­ar. Meðal ann­ars er fyr­ir­hugað að stækka lönd­un­ar­hús um 300 fer­metra og fjár­festa í nýj­um búnaði.

Áætlað er að þess­ar fjár­fest­ing­ar muni hlaupa á um 500 millj­ón­um króna.

Verk­smiðjan eft­ir fyr­ir­hugaða stækk­un séð frá vestri. Ný­bygg­ing­ar gul­ar að lit með dekkri þökum. Mynd: Síld­ar­vinnsl­an

Fiski­mjöls­verk­smiðjur of marg­ar
Í til­kynn­ing­unni seg­ir að fjár­fest­ing­arn­ar séu liður í hagræðingu í grein­inni og er talið að fiski­mjöls­verk­smiðjur á Íslandi séu of marg­ar.

„Síld­ar­vinnsl­an lokaði verk­smiðju sinni í Helgu­vík á síðasta ári og var það liður í hagræðing­araðgerðum. Á Íslandi er búið við þær aðstæður að verk­smiðjurn­ar þurfa að geta unnið mik­inn afla á skömm­um tíma og er því nauðsyn­legt að þær séu af­kasta­mikl­ar.

Einnig eru aðstæður oft þannig að ein­ung­is þarf að vinna af­sk­urð frá mann­eld­is­vinnslu og til þess þarf ekki af­kasta­mikla verk­smiðju held­ur er mik­il­vægt að geta unnið hrá­efnið jafnóðum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hús­næði Síld­ar­vinnsl­unn­ar er fyr­ir­ferðar­mikið og set­ur svip sinn á Nes­kaupstað. Stefnt er að mik­illi stækk­un. Mynd: mbl.is

Fram kem­ur að þegar hafi verið fengið starfs­leyfi fyr­ir verk­smiðju í Nes­kaupstað sem á að geta af­kastað 2.380 tonn­um á sól­ar­hring og er gert ráð fyr­ir að litla verk­smiðjan af­kasti 100 til 380 tonn­um. Af­köst verk­smiðjunn­ar í Nes­kaupstað eru nú að há­marki 1.400 tonn á sól­ar­hring.

„Hin auknu af­köst munu gera kleift að vinna stóra farma á ásætt­an­leg­um tíma og litla verk­smiðjan verður með sveigj­an­leg­um af­köst­um þannig að unnt verður að vinna allt hrá­efni sem fersk­ast.

Með þessu fyr­ir­komu­lagi ætti ork­u­nýt­ing að vera eins og best þekk­ist. Með til­komu litlu verk­smiðjunn­ar verður lögð áhersla á að auka gæði fram­leiðslunn­ar og þróa áfram aðferðir til að fram­leiða verðmæt­ar prótein­rík­ar afurðir,“ seg­ir í til­kynn­ingu Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Það stefn­ir því í tölu­verða upp­bygg­ingu á svæðinu en í nóv­em­ber lýsti Haf­rann­sókna­stofn­un áform­um sín­um um að koma upp nýrri starfs­stöð í Nes­kaupstað.

Heimild: Mbl.is