Home Fréttir Í fréttum Tilhlökkun fyrir nýju fjölnota íþróttahúsi á Selfossi

Tilhlökkun fyrir nýju fjölnota íþróttahúsi á Selfossi

218
0
Svona mun húsið líta út fullklárað. Mynd: Aðsend

Mikil tilhlökkun er hjá íbúum á Selfossi fyrir opnun fjölnota íþróttahúss, sem tekið verður í notkun í sumar. Húsið, sem er sex þúsund og fimm hundruð fermetrar mun gjörbreyta allri íþróttaaðstöðu í bænum.

<>

Nýja fjölnota íþróttahúsið, sem er í byggingu á íþróttavallasvæðinu er hugsað fyrst og fremst sem frjálsíþróttahús og knattspyrnuhús, auk þess sem göngu og hlaupahópar geta komist inn í húsið.

Reiknað er með að það verði tekið í notkun um verslunarmannahelgina í sumar í kringum unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður á Selfossi.

Heildarstærð hússins með anddyri og stoðrýmum er 6.500m2. Stærð íþróttasalar er 77x80m með 16,7m lofthæð og möguleika á útdraganlegum stúkum fyrir allt að 300 manns.

Heimild: Visir.is