Vinna við breikkun sjóvarnargarðsins við Faxabraut á Akranesi stendur nú yfir og gengur hratt hjá Borgarverki, sem er verktakinn.
Breikkunin á sjóvarnargarðinum er að verða lokið og hækkun garðsins langt komin.

Ljóst er að ásýnd Langasands hefur breyst talsvert við þessar framkvæmdir, en hækkun garðsins um fjóra metra gerir það að verkum að hann breikkar um á að giska tuttugu metra við framkvæmdirnar.
Heimild: Skessuhorn.is