Home Fréttir Í fréttum Fyrstu skrefin tekin við uppbyggingu á nýju íþróttahúsi við Jaðarsbakka á Akranesi

Fyrstu skrefin tekin við uppbyggingu á nýju íþróttahúsi við Jaðarsbakka á Akranesi

187
0
Myndir: ASK arkitektar

Fasteignafélag Akraneskaupstaðar auglýsti á dögunum eftir tilboðum í alla verkfræðiráðgjöf vegna verkefnisins „Jaðarsbakki uppbygging íþróttamannavirkja.“

<>

Mannvirkið leggst annarsvegar að norðurgafli Akraneshallarinnar og tengist sundlaugarbyggingu til vesturs hinsvegar.

Stefnt er að því að reisa ríflega 5,300 fermetra byggingu sem verður steinsteypt íþróttahús með 7 metra lofthæð. Undir húsinu verður kjallari og þar verða búningsherbergi, aðstaða kennara, þjálfara, dómara o.fl. ásamt stoðrýmum og geymslum.

Húsið á að geta þjónustað alla almenna íþróttaiðkun s.s. handbolta, körfubolta, blak o.fl. með uppsettum áhorfendabekkjum ásamt því að vera íþróttahús fyrir Grundaskóla.

Salurinn þarf að geta skipts í fjóra hluta í kennslu og einnig að geta tekið við uppsetningu fyrir veisluhöld, uppröðun borða í öllum salnum.

Hljóðvist og loftgæði skulu taka mið af því besta sem gert er í dag. Bruna- og öryggismál skulu einnig taka mið af því.

Heimild: Skagafrettir.is