Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Millj­arða fram­kvæmd­ir á Eskif­irði

Millj­arða fram­kvæmd­ir á Eskif­irði

277
0
Næst er nýr frysti­klefi, hægra meg­in við hann er upp­sjáv­ar­frysti­hús, sem tekið var í notk­un 2016, og á milli er tengi­bygg­ing, sem enn vant­ar þakið á. Fjær er fiski­mjöls­verk­smiðja með mjöl- og lýs­istönk­um og við bryggju er Guðrún Þor­kels­dótt­ir SU. Ljós­mynd/​Gun­gör Tamzok

Próf­an­ir hefjast í næstu viku í nýrri frystigeymslu Eskju á Eskif­irði, en full­bú­in kost­ar hún um hálf­an ann­an millj­arð króna.

<>

Páll Snorra­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar- og fjár­mála­sviðs Eskju, seg­ir að um löngu tíma­bæra fjár­fest­ingu sé að ræða, en fryst­ar afurðir hafa verið geymd­ar í frysti­klef­um á nokkr­um stöðum, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Þá eru hafn­ar fram­kvæmd­ir við stækk­un á höfn­inni á Eskif­irði, en mik­il starf­semi fer fram á at­hafna­svæðinu inn­ar­lega í bæn­um.

Kostnaður við stækk­un­ina er áætlaður um einn millj­arður og eru verklok áætluð vorið 2022. Að sögn Jóns Björns Há­kon­ar­son­ar, bæj­ar­stjóra í Fjarðabyggð, eru fram­kvæmd­irn­ar meðal þeirra um­fangs­mestu í sveit­ar­fé­lag­inu í ár og á næsta ári.

Heimild: Mbl.is