Home Fréttir Í fréttum Fyrsti áfangi Stapaskóla er klár til kennslu

Fyrsti áfangi Stapaskóla er klár til kennslu

190
0
Stapaskóli

Stapaskóli í Innri Njarðvík, sem um 2ja ára skeið hefur starfað í bráðabirgðahúsæði við Dalsbraut,  hefur nú flutt starfsemi sína í fyrsta áfanga framtíðarhúsnæðis skólans.

<>

Undirbúningur að byggingu annars áfanga, sem mun hýsa íþróttahús og sundlaug, er hafinn og er stefnt að því að framkvæmdir við hann hefjist 2021.

Þegar þeim áfanga er lokið hefst vinna við þriðja áfanga sem ætlaður er yngsta skólastiginu en í því eru börn frá 18 mánaða aldri.

Eykt ehf. hefur verið aðalverktaki við byggingu hússins.  Arkís arkitekta eru hönnuðir af byggingum.

Heimild: Reykjanesbær.is