Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Af framkvæmdum við Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal

Af framkvæmdum við Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal

286
0
Myndir: Fram.is

Nú eru liðnir 11 mánuðir frá því að skóflustunga var tekin að Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal.

<>

GG-Verk hófst strax handa og síðan þá hefur verkið gengið að mestu vel.

Einhverjar tafir urðu í byrjun, vegna annarra framkvæmda á svæðinu osfv. En verkhraði hefur vaxið jafnt og þétt frá vori 2020, sumarið nýttist vel og staðan núna nokkuð góð.

Það styttist í að uppsteypu ljúki að mestu og þá verði hægt að loka húsinu.

Við vonum bara að allt haldi áfram að ganga vel, húsið haldi áfram að rísa og ekkert komi upp sem getur valdið töfum á þessu gríðarlega flotta mannvirki sem núna rís hratt í Úlfarsárdalnum.

Búið er að ganga frá útboði fyrir grasæfingavelli Fram og er ætlunin að þeir fari í útboð í vetur og framkvæmdir við grasæfingasvæði Fram verði kláraðar næsta sumar.

Búið að er að klára öll mál varðandi knatthús Fram, búið að forteikna húsið, finna því stað og ganga frá þeim málum sem lúta að skipulagi.

Núna er boltinn hjá Borginni að klára framkvæmdaráætlun og fjármagna verkið.

Hér fyrir neðan eru myndir sem teknar voru í byrjun mánaðar.

Hér sést þakið yfir búningsklefum, taekwondo, fjölnota og lyftingasal. Í bakgrunni er aðalinngangur og skrifstofur. Verið að slá upp f. veislusal Fram á 3. hæð.
Hér sést í glugga sem sýna inn í taekwondosal Fram, þessar stóru túður munu veita birtu inn í salina á jarðhæðinni. Það verður torg yfir þessum sölum og hægt að ganga yfir þennan hluta hússins.
Búið að fylla að sölunum að sunnanverðu, hér sést inngangur á jarðhæð. Hægt verður að ganga út í stúkuna þar sem blái gámurinn stendur.
Hér er verið að slá upp f. nýjum veislusal Fram á 3. hæð. Aðalinngangur og skrifstofur Fram
Bakhlið stúku og á íþróttahúsi, verið að vinna í bílastæðum ofl.

Heimild: Fram.is