Hafnafjarðabær og Haukar sendu frá sér erindi í dag þar sem fram kom að samkomulag hefði náðst um uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum.
Hafnafjarðabær og Haukar sendu frá sér erindi í dag þar sem fram kom að samkomulag hefði náðst um uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum.
Haukar hafa undanfarin ár barist fyrir því að fá knatthús reist á Ásvöllum á sama tíma og nágrannar þeirra í FH voru að ljúka við þriðja knatthúsið í Kaplakrika.
Starfshópur um uppbyggingu á Ásvöllum skilaði skýrslu til bæjarráðs 21. nóvember síðastliðinn og verðu r framkvæmdarnefnd skipuð í umboði bæjarráðs sem kemur að undirbúningi að hönnun og framkvæmdum verksins. Þá mun nefndin koma að undirbúningi á fjármögnun verkefnisins.
Í nefndinni munu sitja þrír fulltrúar sem skipaðir verða af bæjarráði og tveir fulltrúar Hauka ásamt sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, sviðsstjóra fjármálasviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Heimild: Frettabladid.is