Home Fréttir Í fréttum Hæga­gang­ur í snjóflóðavörn­um bjóði slys­um heim

Hæga­gang­ur í snjóflóðavörn­um bjóði slys­um heim

216
0
Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an

„Við höf­um áhyggj­ur af þessu sem störf­um í þess­um mál­um,“ seg­ir Krist­ín Martha Há­kon­ar­dótt­ir, bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur hjá verk­fræðistof­unni Verkís, í sam­tali við mbl.is vegna stöðu of­an­flóðavarna í land­inu en hún er sér­fræðing­ur á því sviði.

<>

Til­efnið eru snjóflóðin sem féllu seint í gær­kvöldi á Flat­eyri og í Súg­andafirði.
Vek­ur hún at­hygli á áskor­un sem send var rík­is­stjórn Íslands í maí á síðasta ári af sér­fræðing­um á þessu sviði auk full­trúa sveit­ar­fé­laga sem hags­muna hafa að gæta í þess­um efn­um þar sem hvatt var til þess að ljúka upp­bygg­ingu of­an­flóðavarna sem fyrst en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir því að þeim áfanga yrði náð 2010.

Mynd: mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

„Fjár­hags­lega og tækni­lega virðist raun­hæft að ljúka þeim fram­kvæmd­um sem eft­ir standa fyr­ir árið 2030 ef fljót­lega verður haf­ist handa við fram­kvæmd­ir, sem und­ir­bún­ar hafa verið.

Sam­tím­is yrði unnið að und­ir­bún­ingi fram­kvæmda sem skemmra eru á veg komn­ar í sam­vinnu sveit­ar­fé­lag­anna sem um ræðir og annarra stjórn­valda,“ seg­ir enn frem­ur í áskor­un­inni.  Hæga­gang­ur í þess­um efn­um bjóði heim slys­um í þétt­býli.

Hægt að ljúka við varn­argarða á næstu tíu árum
„Það sem vakti fyr­ir mér var aðallega að koma þessu á fram­færi aft­ur þar sem þetta virðist ekki hafa ýtt nægj­an­lega mikið við fólki, alla vega ekki miðað við síðustu fjár­lög,“ seg­ir Krist­ín.

Enn sé hins veg­ar hægt að breyta um stefnu í þeim efn­um. Næg­ir fjár­mun­ir séu til staðar til þess að ljúka nauðsyn­leg­um fram­kvæmd­um á næstu tíu árum.

Snjóflóðavarnag­arðarn­ir ofan byggðar­inn­ar á Flat­eyri. www.mats.is

„Það mun skila sér í sam­fellu í þekk­ingu og sam­fellu í hönn­un líka. Tækni­leg­um atriðum sem skipta máli. Svo það verði ekki all­ir dauðir sem komu að þess­um mál­um,“ seg­ir hún enn frem­ur. Snjóflóðagarðarn­ir hafi sannað gildi sitt.

Bæði í gær­kvöldi og áður. „Mörg flóð hafa fallið á Flat­eyr­arg­arðinn og raun­ar varn­argarða um allt land.“

Minn­ir hún á að Of­an­flóðasjóður hafi verið stofnaður 1997 til þess að ljúka mætti upp­bygg­ingu of­an­flóðavarna hratt. Hann hafi hins veg­ar verið nýtt­ur í seinni tíð sem ein­hvers kon­ar hag­stjórn­ar­tæki og fram­kvæmd­ir látn­ar ráðast af stöðu mála í hag­kerf­inu hverju sinni og fyr­ir vikið hafi upp­bygg­ing varna dreg­ist úr hófi.

 

Heimild: Mbl.is