Home Í fréttum Niðurstöður útboða Grjótgarðar með lægsta tilboðið í lóðarfrágang við Stapaskóla

Grjótgarðar með lægsta tilboðið í lóðarfrágang við Stapaskóla

580
0
Mynd: Sudurnes.net

Grjótgarðar ehf. buðu besta verðið í frágang lóðar við Stapaskóla í Reykjanesbæ, en tilboð í verkið voru opnuð í gær.

<>

Lóð Stapaskóla er um 20.000 fermetrar að stærð, fjölbreytt með góðu aðkomusvæði og sleppistæðum ásamt stóru bílastæði við aðkomu skólans frá Unnardal.

Fimm tilboð bárust í verkið og hljóðaði tilboð Grjótgarða upp á tæplega 354 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar er 414 milljónir króna. Unnið er að yfirferð tilboða.

Heimild: Sudurnes.net