Home Í fréttum Niðurstöður útboða Fimm fyr­ir­tæki vilja byggja nýj­an Land­spít­ala

Fimm fyr­ir­tæki vilja byggja nýj­an Land­spít­ala

625
0
Svona mun hluti nýja spít­al­ans líta út. Ljós­mynd/​Aðsend

Fimm fyr­ir­tæki vilja byggja nýj­an Land­spít­ala við Hring­braut en opnaðar hafa verið um­sókn­ir hjá Rík­is­kaup­um í for­vali vegna upp­steypu á nýj­um meðferðar­kjarna við Hring­braut sem er stærsta bygg­ing­in í Hring­braut­ar­verk­efn­inu, eða um 70.000 m².

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að þátt­töku­beiðnir hafi borist frá Eykt, Íslensk­um aðal­verk­tök­um, Ístaki, Rizz­ani De Eccher Is­land og ÞG verk­tök­um.

Þar seg­ir enn frem­ur að eft­ir yf­ir­ferð for­vals­gagna verða niður­stöður kynnt­ar 6. janú­ar.

Meðferðar­kjarn­inn er stærsta bygg­ing­in á skipu­lags­reit Hring­braut­ar­verk­efn­is­ins og í henni verður þunga­miðjan í starf­semi Land­spít­al­ans. Gerðar hafa verið sam­bæri­leg­ar kröf­ur um aðbúnað í meðferðar­kjarna og í nýj­um há­skóla­sjúkra­hús­um í ná­granna­lönd­um okk­ar, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Meðferðar­kjarn­inn er hugsaður út frá starf­semi bráða- og há­skóla­sjúkra­húss, með áherslu á ein­falt og skýrt fyr­ir­komu­lag ásamt greiðum leiðum milli starf­sein­inga.

Heimild: Mbl.is

 

Úr fundargerð Ríkiskaupa

Þátttökubeiðnir bárust frá:
Rizzani De Eccher Island ehf
Ístak hf
Íslenskir aðalverktakar hf
ÞG verktakar
Eykt

Úrvinnsla er í gangi.

Opnunardagsetning: 22.2.2020 13:00

Ríkiskaup og Nýr Landspítali þakka fyrir þátttökuna.

 

Previous articleViðráðan­legt íbúðaverð á Sel­fossi
Next articleSamið við breska fyr­ir­tækið Mace vegna framtíðar­upp­bygg­ing­ar Kefla­vík­ur­flug­vall­ar