Home Fréttir Í fréttum Samið við breska fyr­ir­tækið Mace vegna framtíðar­upp­bygg­ing­ar Kefla­vík­ur­flug­vall­ar

Samið við breska fyr­ir­tækið Mace vegna framtíðar­upp­bygg­ing­ar Kefla­vík­ur­flug­vall­ar

252
0
Sveinn Ingi Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Verkís, Michael Nevin, sendi­herra Bret­lands á Íslandi, Ja­son Mill­ett, rekstr­ar­stjóri hjá Mace, Svein­björn Indriðason, for­stjóri Isa­via, Krist­ín Gests­dótt­ir, deild­ar­stjóri inn­kaupa­deild­ar Isa­via, Guðmund­ur Daði Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri tækni- og eigna­sviðs og viðskipta­sviðs Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, og Carl Dain­ter, yf­ir­maður flug­mála hjá Mace. Ljós­mynd/​Aðsend

Isa­via hef­ur gert lang­tíma­samn­ing við breska bygg­ing­ar- og ráðgjafa­fyr­ir­tækið Mace um verk­efnaum­sjón og verk­eft­ir­lit vegna fyr­ir­hugaðra fram­kvæmda við stækk­un Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

<>

Svein­björn Indriðason, for­stjóri Isa­via, og Ja­son Mill­ett, rekstr­ar­stjóri hjá Mace, und­ir­rituðu samn­ing þess efn­is í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar í dag, m.a. að viðstödd­um Michael Nevin, sendi­herra Bret­lands á Íslandi.

Mace hef­ur um­fangs­mikla reynslu af stór­fram­kvæmd­um við flug­velli víða um heim, þar á meðal á Heathrow-flug­velli í London, Schipol-flug­velli í Amster­dam og flug­völl­un­um í Dublin, Manchester, Doha, Mumbai og Syd­ney, að því er Isa­via grein­ir frá í til­kynn­ingu.

„Í ljósi mik­il­væg­is þess að sækja hæf­an sam­starfsaðila í þau stóru verk­efni sem fram und­an eru á Kefla­vík­ur­flug­velli var farið í ít­ar­legt og afar vandað val­ferli sem staðið hef­ur yfir í rúmt ár.

Gerð var krafa um yf­ir­grips­mikla þekk­ingu og reynslu bjóðenda hvað varðar sam­bæri­leg verk­efni á stór­um alþjóðleg­um milli­landa­flug­völl­um.

Þá var gerð krafa um að bjóðend­ur yrðu á líf­tíma samn­ings­ins í sam­starfi við inn­lend­an aðila og í til­felli Mace þá valdi fé­lagið verk­fræðistof­una Verkís til sam­starfs.

Á end­an­um stóð valið milli þriggja alþjóðlegra bjóðenda sem all­ir upp­fylltu hæfið, en eins og fram hef­ur komið þá varð Mace, í sam­starfi við verk­fræðistof­una Verkís, fyr­ir val­inu.

Mace mun ann­ast verk­efnaum­sjón og verk­eft­ir­lit vegna kom­andi fram­kvæmda við m.a. bygg­ingu austurálmu sem er nýr land­gang­ur til aust­urs og bygg­ingu á nýrri flug­stöðvar­bygg­ingu.

Þá mun fé­lagið einnig veita ráðgjöf við aðrar fram­kvæmd­ir Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli, þar á meðal við tengi­bygg­ingu vegna breikk­un­ar á land­gangi milli norður- og suður­bygg­ing­ar flug­stöðvar­inn­ar.

Fyrsta verk­efni fé­lags­ins verður að veita ráðgjöf við tengi­bygg­ing­una, en ráðgert er að fram­kvæmd­ir við hana muni hefjast á næsta ári. Enn er tals­vert í að fram­kvæmd­ir við austurálmu og nýja flug­stöð geti haf­ist enda kalla fram­kvæmd­ir af þeirri stærðargráðu á nokk­urra ára und­ir­bún­ings­vinnu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Lyk­il­skref í átt að nauðsyn­leg­um fram­kvæmd­um
„Við hjá Isa­via höf­um lagt í mikla vinnu við að velja öfl­ug­an sam­starfsaðila til að leiða þetta mik­il­væga verk­efni og það hef­ur mikla þýðingu fyr­ir Isa­via að fá þekk­ingu og reynslu Mace að borðinu,“ seg­ir Svein­björn Indriðason, for­stjóri Isa­via, í til­kynn­ingu.

„Þessi samn­ing­ur er lyk­il­skref í átt að þeim miklu fram­kvæmd­um sem nauðsyn­legt er að ráðast í á flug­vell­in­um til að viðhalda og fjölga flug­teng­ing­um til og frá Íslandi.“

„Ég er him­in­lif­andi yfir tæki­færi Mace til að leiða verk­efnaum­sjón og verk­eft­ir­lit yfir þeim fram­kvæmd­um sem fram und­an eru á Kefla­vík­ur­flug­velli,“ seg­ir Ja­son Mill­ett, rekstr­ar­stjóri hjá Mace, í til­kynn­ing­unni.

„Við fáum hér tæki­færi til að vera hluti af miklu umbreyt­ing­ar­verk­efni þar sem sú sér­fræðiþekk­ing sem við höf­um aflað okk­ur um all­an heim kem­ur að góðum not­um við að byggja upp flug­völl, í sam­starfi við Isa­via, sem styður við vöxt og tæki­færi fyr­ir gjörv­allt Ísland.“

Heimild: Mbl.is