Home Fréttir Í fréttum Viðráðan­legt íbúðaverð á Sel­fossi

Viðráðan­legt íbúðaverð á Sel­fossi

222
0
Mikið líf er nú á Sel­fossi og víða má sjá hús þar í bygg­ingu. mbl.is/​​Hari

„Verk­tak­ar eiga fullt í fangi með að byggja íbúðar­hús­næði í sam­ræmi við aðstreymi fólks í bæ­inn. Eft­ir­spurn­in er mik­il og hér hef­ur verið selj­enda­markaður í lang­an tíma,“ seg­ir Þor­steinn Magnús­son, fast­eigna­sali hjá Árborg­um á Sel­fossi.

<>

Því var sér­stak­lega haldið til haga á dög­un­um að íbú­ar í Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg eru nú orðnir 10.000. Fjölg­un­in á einu ári er um 1.000 íbú­ar og að und­an­förnu hafa um 60 manns á mánuði komið inn nýir á íbúa­skrá. Af þessu leiðir að fast­eigna­markaður­inn á svæðinu er líf­leg­ur.

Sér­býl­is­hefðin er sterk
Á síðustu tveim­ur árum hafa verið byggðar 200-300 nýj­ar íbúðir á Sel­fossi og er þetta blanda af eign­um í ein­býli, rað-, par- og fjöl­býl­is­hús­um.

Í Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg eru nú rúm­lega 3.700 íbúðir af ýms­um stærðum og gerðum, það er á Eyr­ar­bakka, Stokks­eyri, í dreif­býli og á Sel­fossi en þar hef­ur fólki fjölgað mjög á síðustu árum.

„Sér­býl­is­hefðin er mjög sterk hér á Sel­fossi og hér hef­ur mikið verið byggt af ein­býl­is-, par- og raðhús­um, en í síðast­nefnda flokkn­um eru þetta íbúðir sem gjarn­an eru öðru hvoru meg­in við 100 fer­metra að flat­ar­máli.

Þor­steinn Magnús­son. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Í svo­nefndu Hagalandi, sem er syðst og vest­ast á Sel­fossi, og Dís­astaðalandi aust­ast í bæn­um hef­ur tals­vert verið byggt af ein­býl­is­hús­um að und­an­förnu og þau eru einnig eft­ir­sótt,“ seg­ir Þor­steinn í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is