Home Fréttir Í fréttum Kurr í kaup­end­um vegna bréfs frá Ásgeiri Kol­beins

Kurr í kaup­end­um vegna bréfs frá Ásgeiri Kol­beins

409
0
Kaup­end­ur íbúða að Gerplustræti 2-4 í Mos­fells­bæ vita ekki al­veg hvar þeir standa eft­ir að bréf barst þar sem þeim var tjáð að fé­lagið sem annaðist bygg­ingu húss­ins væri á leið í þrot. Íbúðirn­ar áttu að fást af­hent­ar í apríl 2018 en ein­ung­is ör­fá­ir eru flutt­ir inn. Mynd: mbl.is/​Hari

Heild­ar­kostnaður við bygg­ingu þrjá­tíu og tveggja íbúða fjöl­býl­is­húss við Gerplustræti 2-4 í Mos­fells­bæ er orðinn meira en 300 millj­ón­um hærri en hann var áætlaður í upp­hafi.

<>

Verktak­inn sem hóf verkið fór í þrot og fé­lagið sem hélt utan um hús­bygg­ing­una er einnig á leið í þrot.

Kaup­end­um íbúða er nú sagt að þeir þurfi að greiða loka­greiðslu og fá af­sal af­hent til þess að vera ör­ugg­ir um að tapa ekki því fé sem þeir hafa þegar lagt í íbúðakaup­in.

Íbúar hafa marg­ir beðið af­hend­ing­ar í næst­um eitt og hálft ár, en þeim var lofað að hægt yrði að flytja inn í húsið í apríl í fyrra.

Örfá­ir eru þegar flutt­ir inn, hafa gef­ist upp á biðinni, en aðrir eiga að geta fengið eign­irn­ar af­hent­ar til­bún­ar núna um mánaðamót, þó að fram­kvæmd­um við sam­eign og bíla­kjall­ara verði ekki lokið.

Þetta seg­ir í bréfi til íbúa frá fjöl­miðla- og at­hafna­mann­in­um Ásgeiri Kol­beins­syni, nýj­um stjórn­ar­for­manni fé­lags­ins sem held­ur utan um hús­bygg­ing­una.

Hann er einn þeirra sem eiga hlut í fé­lag­inu, Gerplustræti 2-4 ehf., í gegn­um fé­lag sem heit­ir Burður In­vest.

Teymi fjár­festa kom að verk­efn­inu
Stund­in fjallaði fyrst miðla um þann drátt sem hafði orðið á verk­efn­inu, strax í nóv­em­ber í fyrra.

Voru vand­ræðin þar rak­in til van­skila sem fast­eigna­fé­lagið hefði ratað í, en ekki gjaldþrots verk­taka eins og seg­ir í bréfi Ásgeirs.

Í frétt Stund­ar­inn­ar kom einnig fram að Orri Guðmunds­son lögmaður væri stærsti eig­andi Burðar In­vest með rúm­lega 49% hlut, en fjöldi minni fjár­festa kæmi einnig að fé­lag­inu.

Í þeirra hópi eru knatt­spyrnukapp­arn­ir fyrr­ver­andi Arn­ar og Bjarki Gunn­laugs­syn­ir og Gylfi Ein­ars­son, auk Ásgeirs Kol­beins­son­ar.

Ásgeir tók við stjórn­ar­for­mennsku fé­lags­ins í sum­ar eft­ir að Sturla Sig­hvats­son, sem hafði verið í for­svari fyr­ir verk­efnið og er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri leigu­fé­lags­ins Heima­valla, sagði sig úr stjórn­inni.

Þá kom fram í frétt Stund­ar­inn­ar að Ari­on banki væri helsti lána­drott­inn verk­efn­is­ins, með rúm­lega 680 millj­óna króna lán á 1. veðrétti.

Aðrir stærstu veðhaf­ar eru fé­lagið Arctic Capital sem lánaði 150 millj­ón­ir til verks­ins og fé­lagið Leigu­afl sem er í eigu Kristrún­ar S. Þor­steins­dótt­ur, eig­in­konu Sig­ur­jóns Þ. Árna­son­ar, sem er fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans.

Aldrei hægt að greiða all­ar skuld­ir
Staða fé­lags­ins er ljós­lega hörmu­leg, en Ásgeir lýs­ir því í bréf­inu til kaup­enda að hún sé „svo slæm að jafn­vel þótt all­ar íbúðirn­ar verði greidd­ar upp í topp eft­ir fyr­ir­mæl­um allra þeirra kaup­samn­inga, sem gerðir hafa verið, þá næg­ir það ekki til greiðslu áhvílandi veðskulda.“

Ásgeir Kol­beins­son, fjöl­miðlamaður og at­hafnamaður, kom inn í stjórn fé­lags­ins í sum­ar þegar verk­efnið var þegar komið langt út af spor­inu. Ljós­mynd/​Friðrik Tryggva­son

„Raun­veru­leik­inn er því sá að aðrir kröfu­haf­ar fé­lags­ins en veðhaf­ar fá ekk­ert greitt við skipti á þrota­búi fé­lags­ins og veðhaf­ar á aft­ari veðrétt­um munu ekki fá kröf­ur greidd­ar.

Sum­ir alls ekki og aðrir aðeins að hluta,“ skrif­ar Ásgeir, sem seg­ist einnig hafa kom­ist að því eft­ir að hann steig inn í stjórn­ina að fé­lagið væri aðili að tveim­ur dóms­mál­um vegna meintra skulda og að ein stefna hafi borist frá því að hann tók sæti í stjórn fé­lags­ins í sum­ar.

Ásgeir seg­ir að hann geti ekki með góðri sam­visku gefið fé­lagið upp til gjaldþrota­skipta nema kaup­end­um verði gef­inn kost­ur á að ljúka við kaup sín og fá af­sal út­gefið.

Greiðið loka­greiðslu eða missið kannski allt
Skila­boðin sem íbú­ar fá nú frá Ásgeiri eru á þá leið að ef íbúðakaup­end­ur ljúki ekki við af­sals­greiðslu sam­kvæmt kaup­samn­ingi gætu þeir átt það á hættu að missa allt það fé sem þeir hafi sett í kaup­in nú þegar.

Um leið er kaup­end­um gert það ljóst að fé­lagið muni ekki geta orðið við kröf­um um skaðabæt­ur eða af­slátt af kaup­verði vegna þess­ara miklu tafa sem orðið hafa á af­hend­ing­unni.

Þó seg­ist fé­lagið ætla að draga þau fast­eigna­gjöld og iðgjöld lög­boðinn­ar bruna­trygg­ing­ar sem fallið hafa á kaup­end­ur frá af­sals­greiðslunni.

„All­ir veðhaf­ar hafa skuld­bundið sig til þess að aflétta veðskuld­um af seld­um eign­um sam­hliða út­gáfu af­sals, enda verði ekki um að ræða aðra og meiri eft­ir­gjöf af kaup­verði en lýst er hér að fram­an,“ seg­ir í bréfi Ásgeirs.

Ástæðan fyr­ir mikl­um töf­um á af­hend­ingu íbúðanna er gjaldþrot verk­tak­ans sem byggði húsið, sam­kvæmt bréfi Ásgeirs. mbl.is/​Hari

Þetta þýðir að kaup­end­ur þurfa í raun að sætta sig við að fá eng­ar bæt­ur, nema end­ur­greiðslu fast­eigna­gjalda og iðgjalda bruna­trygg­ing­ar, vegna þeirra gríðarlegu tafa sem hafa orðið á verk­inu. Það er, ef þeir ætla að vera viss­ir um að tapa ekki því fé sem þegar hef­ur verið lagt út vegna kaup­anna.

Ásgeir tek­ur þó fram í bréf­inu að virði íbúðanna hafi auk­ist nokkuð á þeim langa tíma sem liðinn er frá því að skrifað var und­ir kaup­samn­inga – eða um það bil 50.000 kr. á fer­meter.

Kaup­end­ur leita til lög­manna
Það breyt­ir því ekki að kurr er meðal kaup­enda vegna þess­ara skila­boða, sam­kvæmt ein­um úr þeirra hópi sem blaðamaður ræddi við.

Hafa kaup­end­ur þegar leitað liðsinn­is lög­manna, sem hvetja þá til þess að anda með nef­inu og fara ekki í að greiða af­sals­greiðslu nema að vel at­huguðu máli.

„Maður er bara orðinn svo ógeðslega langþreytt­ur á þessu. Maður er bara and­lega bú­inn. Það eru fimmtán mánuðir síðan ég átti að fá lykl­ana í hend­urn­ar og við átt­um að flytja inn og skála í kampa­víni.

Fimmtán mánuðir. Og nú fáum við þetta bréf!“ seg­ir kaup­andi á fer­tugs­aldri, sem vildi ekki láta nafns síns getið.

Kaup­and­inn, sem fékk bréfið í gær, seg­ir að lögmaður sinn túlki bréfið sem svo að veðhaf­ar, þar á meðal Ari­on banki, séu að reyna að þvinga kaup­end­ur til að af­sala sér lög­bundn­um rétti sín­um til skaðabóta, sem þeir eigi rétt á vegna þeirra miklu tafa sem orðið hafa á af­hend­ingu íbúðanna.

Svar­frest­ur til 1. des­em­ber
Ásgeir hvet­ur kaup­end­ur til þess að fara vel yfir stöðuna og veita svör fyr­ir 1. des­em­ber næst­kom­andi.

„Kaup­end­ur eru hvatt­ir til þess að fá óháða sér­fræðinga til þess að meta rétt­ar­stöðu sína í ljósi efn­is til­kynn­ing­ar þess­ar (sic) og láta þá fast­eigna­sölu sem hafði milli­göngu um kaup­in vita fyr­ir 1. des­em­ber n.k., hvort þeir vilji ganga að þeim skil­mál­um sem lýst er hér að fram­an.

Und­ir­ritaður tel­ur að óbreyttu ekki verj­andi annað, en að gefa fé­lagið upp til gjaldþrota­skipta eigi síðar en í byrj­un næsta árs og því er nauðsyn­legt að öll­um ráðstöf­un­um vegna kaup­anna verði lokið á þeim tíma í til­felli þeirra sem að fram­an­greind­um skil­mál­um ganga,“ seg­ir í bréfi Ásgeirs, sem langþreytt­ir kaup­end­ur íbúða að Gerplustræti 2-4 velta nú vöng­um yfir.

Heimild: Mbl.is