Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Gróska í Vatns­mýri langt kom­in

Gróska í Vatns­mýri langt kom­in

954
0
Skjáskot af mbl.is

Fram­kvæmd­ir við Grósku-Hug­mynda­hús sem nú rís í Vatns­mýri eru langt komn­ar en gert er ráð fyr­ir að CCP flytji höfuðstöðvar sín­ar í bygg­ing­una í fe­brú­ar.

<>

Þá hef­ur verið til­kynnt um að World Class verði með heilsu­rækt á staðnum.
Það er bygg­ing­ar­fyr­ir­tækið Arn­ar­hvol sem er að stór­um hluta í eigu Björgólfs Thor Björgólfs­son­ar sem ann­ast fram­kvæmd­ir.

Verk­efnið er hluti af Vís­inda­görðum HÍ og er unnið í sam­vinnu við skól­ann.
Á fyrstu hæð verður þjón­ust­u­starf­semi og ráðstefnu­sal­ur en CCP verður með aðstöðu á þriðju hæð húss­ins.

Ein­yrkj­um og fyr­ir­tækj­um í ný­sköp­un, þróun og rann­sókn­um gefst kost­ur á að vera með aðstöðu í hús­inu en ná­lægðinni við vís­indastarf há­skóla er ætlað gera svæðið að miðstöð frum­kvöðla­starf­semi.

Heimild: Mbl.is