Home Fréttir Í fréttum Bú­ast við 1.400 hót­el­her­bergj­um á næstu þrem­ur árum

Bú­ast við 1.400 hót­el­her­bergj­um á næstu þrem­ur árum

89
0
Mynd: mbl.is/​​Hari

Sam­kvæmt áætl­un Seðlabanka Íslands í rit­inu Fjár­mála­stöðug­leiki munu 1.400 ný hót­el­her­bergi bæt­ast við á höfuðborg­ar­svæðinu á næstu þrem­ur árum, en það er um fjórðungs­fjölg­un.

<>

Þetta kem­ur ofan á 81% aukn­ingu gist­i­rým­is á höfuðborg­ar­svæðinu á síðustu níu árum, talið í fer­metr­um. Upp­safnaður vöxt­ur í öðrum flokk­um at­vinnu­hús­næðis hef­ur verið 5-11% á þessu tíma­bili.

Á sama tíma og mik­ill fjöldi hót­ela er í bygg­ingu hef­ur er­lend­um ferðamönn­um hins veg­ar fækkað veru­lega það sem af er ári, í kjöl­far mik­ils sam­drátt­ar í fram­boði á flug­sæt­um til og frá land­inu.

Sam­drátt­inn má að mestu rekja til falls WOW air, en vand­ræði Icelanda­ir með Boeing MAX-þotur sín­ar hef­ur einnig haft nei­kvæð áhrif á sætafram­boð.

Er­lend­um brott­far­arfarþegum um Kefla­vík­ur­flug­völl fækkaði um rúm­lega 14% á fyrstu níu mánuðum árs­ins miðað við sama tíma­bil í fyrra en sætafram­boð hef­ur á sama tíma dreg­ist sam­an um tæp­lega 22%.

Ef ein­ung­is er skoðað tíma­bilið frá lok­um mars, eft­ir fall WOW Air, er sam­drátt­ur­inn meiri eða tæp­lega 18% í brott­för­um og 28% í sætafram­boði.

Fram kem­ur í rit­inu að þessi aukn­ing hót­el­her­bergja sem áætluð er telj­ist mik­il, en tvennt dragi þó úr lík­um á yf­ir­skoti í fram­boði gist­i­rýma til skamms tíma. „Ann­ars veg­ar er nýt­ing hót­el­her­bergja enn góð í alþjóðleg­um sam­an­b­urði.

Hins veg­ar hef­ur fram­boð heimag­ist­ing­ar dreg­ist sam­an, sem stuðlar að auk­inni eft­ir­spurn eft­ir hót­el­her­bergj­um.“

Hins veg­ar verði spurn eft­ir ferðaþjón­ustu að aukast tölu­vert til lengri tíma litið eigi ekki að verða of­fram­boð á gist­i­rými á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir að lok­um í sam­an­tekt Seðlabank­ans.

Heimild: Mbl.is