Tilboð opnuð 18. september 2018. Endurbætur á 4,6 km kafla á Laugarvatnsvegi (37-01) frá Þóroddsstöðum að Grafará.
Veturinn 2018-2019 skal vinna við efnisútvegun og breikkun vegarins. Eftir 8. apríl 2019 verður núverandi slitlag fræst upp, vegurinn styrktur og lögð út klæðing.
Helstu magntölur eru:
- – Fyllingar 11.620 m3
- – Fláafleygar 11.490 m3
- – Skeringar 9.070 m3
- – Styrktarlag 8.075 m3
- – Burðarlag 8.265 m3
- – Tvöföld klæðing 36.580 m2
- – Ræsalögn 81 m
- – Frágangur fláa 54.425 m3
- – Þurrfræsing 28.530 m2
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2019.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 188.242.000 | 114,7 | 22.056 |
Suðurtak ehf., Grímsnesi | 170.716.200 | 104,0 | 4.530 |
Magnús I. Jónsson ehf., Svínavatni | 169.948.950 | 103,6 | 3.762 |
Þjótandi ehf., Hellu | 166.297.146 | 101,3 | 111 |
Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir, Selfossi | 166.186.500 | 101,3 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 164.100.000 | 100,0 | -2.087 |