Home Fréttir Í fréttum Byggja á ný hús við höfn­ina á fimm mánuðum

Byggja á ný hús við höfn­ina á fimm mánuðum

457
0
Nýju hús­in verða stál­grind­ar­hús með timb­urklæðningu og stór­um glugg­um að fram­an. Teikn­ing/​Yrki arki­tekt­ar

Á næstu dög­um munu Faxa­flóa­hafn­ir bjóða út fram­kvæmd­ir við upp­bygg­ingu versl­un­ar- og þjón­ustu­húsa meðfram norðvest­ur­hlið Ægis­garðs við Gömlu höfn­ina í Reykja­vík. Munu sölu­kof­ar sem eru þar núna víkja fyr­ir sex nýj­um hús­um sem verða 90-180 fer­metr­ar. Áætlað er að nú­ver­andi hús verði fjar­lægð í lok nóv­em­ber, fram­kvæmd­ir hefj­ist strax í byrj­un janú­ar og að nýju hús­in verði til­bú­in í lok apríl.

<>

Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna, seg­ir í sam­tali við mbl.is að í heild­ina sé um að ræða fram­kvæmd­ir á þriðja hundrað millj­ón­ir króna. Þá sé verið að horfa til lagna­vinnu, hús­næðis og um­hverf­is­verk­efna al­veg frá hafn­argarðinum og upp að gatna­mót­um Mýr­ar­götu og Geirs­götu.

Faxa­flóa­hafn­ir verða eig­andi hús­anna og munu leigja þau út til rekst­araðila í hafsæk­inni þjón­ustu. Er þar meðal ann­ars átt við hvala­skoðun, fugla­skoðun, sjó­stang­veiði og norður­ljósa­ferðir sem farn­ar eru á bát­um. Í dag eru tíu fyr­ir­tæki með starf­semi í kof­un­um. Öll eru þau í hafsæk­inni starf­semi ef frá er tal­in Reykja­vík bike tours.

Seg­ir Gísli að þeir muni þurfa að víkja, en að önn­ur fyr­ir­tæki fái aðstöðu í nýju hús­un­um. Þá verði einnig horft til þess að fleiri þjón­ustu­fyr­ir­tæki í þess­um geira geti fengið aðstöðu þegar fram líða stund­ir.

Þessir kofar eru meðal þeirra sem munu víkja fyrir nýju ...
Þess­ir kof­ar eru meðal þeirra sem munu víkja fyr­ir nýju hús­un­um. Mynd:  Sig­ur­geir Sig­urðsson

Verk­efnið á að ganga mjög hratt fyr­ir sig að sögn Gísla og reynt er að setja það þannig upp að það valdi þjón­ustuaðilun­um sem minnstri rösk­un. Þannig á að fjar­lægja nú­ver­andi kofa í lok nóv­em­ber. Strax í fram­hald­inu verður haf­ist handa við fram­kvæmd­ir og í lok apríl, aðeins fimm mánuðum eft­ir eldri kofarn­ir verða tekn­ir í burtu, eiga nýju hús­in að vera til­bú­in. „Þetta er þó auðvitað háð þeim fyr­ir­vara að til­boðin séu ásætt­an­leg og verktaki treysti sér að vinna verkið á verktíma,“ seg­ir Gísli.

Hús­in sem munu koma verða á jarðföst­um grunni og eru að sögn Gísla hugsuð til lengri tíma. Verða þau stál­grind­ar­hús með timb­urklæðningu og með til­vís­un til gömlu byggðar­inn­ar í Reykja­vík. Að fram­an verða stór­ir glugg­ar þannig að hús­in verði bæði opin og björt. Hann seg­ir óhjá­kvæmi­legt að eitt­hvað rask verði á og við svæðið á fram­kvæmda­tíma.

Heimild: Mbl.is