Home Fréttir Í fréttum Hefja upp­bygg­ingu há­skólag­arða við HR

Hefja upp­bygg­ingu há­skólag­arða við HR

254
0
Naut­hóls­vegur Teikn­ing/​Kanon arki­tekt­ar

Áætlað er að fyrsta skóflu­stunga að nýj­um há­skóla­görðum Há­skól­ans í Reykja­vík verði tek­in nú í kom­andi viku og sam­hliða því hefj­ist fram­kvæmd­ir á fyrsta reit af fjór­um. Byggja á 125 íbúðir í þess­um fyrsta áfanga, en sam­tals verða 390 íbúðir á reit­un­um fjór­um og þjón­ustukjarni fyr­ir há­skóla­sam­fé­lagið.

<>

„Það er mik­il til­hlökk­un með að kom­ast af stað með fyrsta áfanga og svo verður haldið áfram og horft til næstu reita,“ seg­ir Ari Krist­inn Jóns­son, rektor Há­skól­ans í Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is. Garðarn­ir verða rekn­ir í gegn­um sjálf­seign­ar­stofn­an­ir sem ekki eru rekn­ar í hagnaðarskyni.

Tekn­ar í gagnið fyr­ir haustið 2020

Ari seg­ir að gangi allt eft­ir áætl­un verði íbúðirn­ar í þess­um fyrsta áfanga til­bún­ar fyr­ir skóla­árið 2020. Í millitíðinni á hann von á að haf­ist verði handa við bygg­ingu íbúða á næstu tveim­ur reit­um sem muni þá verða tekn­ir í notk­un í fram­haldi af fyrsta reitn­um.

Sam­tals verða 390 íbúðir á reit­un­um fjór­um og þjón­ustukjarni fyr­ir há­skóla­sam­fé­lagið. mbl.is/​Eggert

Fjórði reit­ur­inn verður svo und­ir svo­kallaðan þjón­ustukjarna, en Ari seg­ir að það sé sá reit­ur sem sé næst há­skól­an­um og þar af leiðandi aðflugs­línu á Reykja­vík­ur­flug­velli. Vegna þess séu þar meiri hæðar­tak­mark­an­ir. Verður reynt að nota þann reit und­ir þjón­ustu sem nýt­ast bæði íbú­um á hinum þrem­ur reit­un­um sem og öðrum sem sækja í há­skóla­sam­fé­lagið og há­skól­ann.

Verða 25 upp í 90 fer­metr­ar

Íbúðir í þess­um fyrsta áfanga verða á bil­inu 25 upp í tæpa 90 fer­metra. Seg­ir Ari að horft sé til þess að mæta fjöl­breytt­um þörf­um nem­enda. Minnstu íbúðirn­ar verða fyr­ir ein­stak­linga og þær stærri fyr­ir pör og fjöl­skyld­ur. Seg­ir hann að all­ar íbúðir verði með eigið baðher­bergi og eld­un­araðstöðu, en að þvotta­rými verði sam­eig­in­leg. „Við mun­um horfa til þess að nýta plássið þannig að íbúðirn­ar nýt­ist náms­mönn­um sem best,“ seg­ir hann.

Reitirnir sem um ræðir bera númerin A, B, C og ...
Reit­irn­ir sem um ræðir bera núm­er­in A, B, C og D og hefjast fram­kvæmd­ir nú á næst­unni við reit A. Hinir reit­irn­ir munu svo fylgja í kjöl­farið, en á D reit verður svo­kallaður þjón­ustukjarni á meðan reit­ir A, B og C verða fyr­ir íbúðar­hús­næði. Teikn­ing/​Kanon arki­tekt­ar

Heild­ar­stærð hús­næðis á þess­um fyrsta reit er um 6 þúsund fer­metr­ar og nem­ur fjár­fest­ing­in um 2,5 millj­örðum. Not­ast er við stofn­fjár­fram­lög rík­is og sveit­ar­fé­lags fyr­ir bygg­ingu á al­menn­um íbúðum, en það fram­lag nem­ur sam­kvæmt lög­um 18% frá ríki og 12% frá sveit­ar­fé­lagi. Ari seg­ir að fjár­mögn­un sé að öðru leyti frá fjár­mála­stofn­un­um.

Íbúðirnar í fyrsta áfanga eiga að vera tilbúnar fyrir skólaárið ...
Íbúðirn­ar í fyrsta áfanga eiga að vera til­bún­ar fyr­ir skóla­árið 2020.

Samn­ing­ar um fram­kvæmd­ir og fjár­mögn­un í höfn

Í fund­ar­gerð um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur í síðustu viku kom fram að bygg­ing­ar­full­trúi gerði ekki skipu­lags­leg­ar at­huga­semd­ir við vænt­an­leg­ar fram­kvæmd­ir, en hins veg­ar voru tald­ar upp fjór­ar minni hátt­ar at­huga­semd­ir sem þarf að ljúka áður en leyfi fæst fyr­ir bygg­ing­unni.

Ari seg­ir að nú sé unnið að lag­fær­ing­um, en að það muni lík­lega ganga mjög hratt fyr­ir sig og sem fyrr seg­ir von­ast hann til að fyrsta skóflu­stunga verði tek­in strax í kom­andi viku. „Um leið verður allt til­búið til að hefja fram­kvæmd­ir,“ seg­ir hann og bæt­ir við að samn­ing­ar fyr­ir fram­kvæmd­ir og fjár­mögn­un séu frá­gengn­ir.

Rekið án hagnaðarsjón­ar­miða

„Það er gleðiefni að vera kom­in á þenn­an stað. Við vit­um al­veg hvað það hef­ur verið erfitt fyr­ir nem­end­ur að finna hús­næði sem hent­ar og er hag­kvæmt. Þetta er okk­ar leið til að koma til móts við þær þarf­ir,“ seg­ir Ari. Leigu­verð hef­ur enn ekki verið ákveðið, en Ari seg­ir að þar sem fé­lagið sé rekið án hagnaðarsjón­ar­miða muni kostnaður­inn við bygg­ing­una ráða leigu­verði. „Við vilj­um láta það vera eins hag­stætt og hægt er,“ seg­ir hann að lok­um.

Heimild: Mbl.is