Home Fréttir Í fréttum Staurar mynda undirstöður fyrir sökkla við Keilugranda

Staurar mynda undirstöður fyrir sökkla við Keilugranda

399
0
Mynd: Ístak.is

Í mars á þessu ári sá Ístak um að reka niður í jörðina 265 stk. af staurum, sem þjóna því hlutverki að mynda undirstöður fyrir sökkla íbúðarblokka er nú rísa við Keilugranda 1-11 í Reykjavík.

<>

Staurarnir voru 9-12 metra langir og því hafa samanlagt verið reknir niður u.þ.b. 2.5 km af staurum. Á svæðinu verða 78 íbúðir og er það Búseti sem stendur að framkvæmdum.

Þessi aðferð er ekki algeng hér á landi því yfirleitt er valin sú leið að efnisskipta. Í þessu tilfelli er svæðið þekkt fyrir sig á blokkum og götum og djúpt er niður á fast. Undir byggingasvæðinu eru gamlir ruslahaugar og því erfitt og kostnaðarsamt að efnisskipta.

Mynd: Ístak.is

Ístak vann verkið í samstarfi við systurfyrirtæki sín sem eru í eigu Aarsleff samstæðunnar. Centrum Påle AB í Svíþjóð sá um að framleiða staurana og Aarsleff Ground Engineering Ltd. í Bretlandi sá um tækjabúnaðinn og niðurreksturinn.
Notaður var fullkominn búnaður frá Aarsleff við verkið og gekk það mun betur en menn höfðu gert ráð fyrir.

Þessa aðferð væri hægt að nota víðar þar sem erfitt er að efnisskipta, t.d. við strandlengju þar sem sjávarfalla gætir eða á svæðum þar sem mikil umferð er fyrir á stofnæðum.

Heimild: Istak.is