Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Stækkun á leikskólanum Álfheimum á Selfossi, verkeftirlit

Opnun útboðs: Stækkun á leikskólanum Álfheimum á Selfossi, verkeftirlit

439
0
Leikskólinn Álfheimar á Selfossi. Mynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Opnuð hafa verið tilboð í byggingarstjórn og verkeftirlit vegna stækkunar og breytinga á leikskólanum Álfheimum á Selfossi.

<>

Sveitarfélagið Árborg auglýsti eftir tilboðum og bárust tvö, frá verkfræðistofunum Mannviti og Verkís.

Mannvit átti lægra tilboðið, 14,5 milljónir króna, en tilboð Verkís hljóðaði upp á tæpar 17,8 milljónir króna.

Fyrirhugað er að byggja tvær viðbyggingar á einni hæð við leikskólann, byggja hjóla- og sorpgeymslu, gera breytingar á núverandi húsnæði auk þess að stækka og breyta lóð leikskólans.

Framkvæmdatími er fyrirhugaður frá september 2018 til júlí 2020.

Heimild: Sunnlenska.is