Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Endurbætur á Landeyjahöfn

Opnun útboðs: Endurbætur á Landeyjahöfn

487
0

Vegagerðin hefur opnað tilboð í endurbætur á Landeyjahöfn. Útboðið var auglýst 1. júní og tilboð voru opnuð 10. júlí síðastliðinn.

<>

Tvö tilboð bárust í verkið. Ístak hf. bauð 743,5 milljónir króna og Munck Íslandi ehf. bauð 893 milljónir.

Bæði tilboðin voru hærri en áætlaður verktakakostnaður, sem var 660 milljónir króna.

Um er að ræða byggingu á tunnum á enda brimvarnargarða, grjótvörn á garðsendum, byggingu vegar út vesturgarð og stækkun innri hafnar.

Þá segir að grjótgarðurinn gegnt bryggjunni verði færður til austurs og snúningsvæðið stækkað með þeim hætti. Tunnurnar sem um ræðir eru stáltunnur sem verða fylltar með grjóti.

Þær verða settar upp við enda beggja brimvarnargarða. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. september 2019.

Markmiðið með endurbótunum er að auka öryggi í höfninni og gera nýjum Herjólfi kleift að sigla oftar til Landeyjahafnar en núverandi Herjólfur hefur gert.

Heimild: Eyjar.net