Home Fréttir Í fréttum M2 Teiknistofa á Eyrarbakka

M2 Teiknistofa á Eyrarbakka

178
0
sunnlenska.is/Björn Ingi

Frá því síðla vetrar hefur Jón Friðrik Matthíasson á Eyrarbakka verið með teiknistofu sína, M2 Teiknistofa, til húsa í veststurenda á annari hæð í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

<>

Nú á dögunum var gengið formlaga frá leigusamningi.

M2 Teiknistofa var stofnuð af Jóni Friðriki Matthíassyni byggingafræðingi árið 2006. M2 tekur að sér alhliða hönnunar- og ráðgjafarþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila. Lögð er áhersla á hagkvæmni, útlit og nytsemi hönnunar.

Jón Friðrik hefur BSc gráðu í byggingafræði (Construction Architect) frá Vitus Bering háskólanum í Danmörku og meistarabréf í blikksmíði. Hann hefur áratuga reynslu af byggingariðnaði sem iðnaðarmaður, sölumaður á byggingavörum og mannvirkjahönnuður.

Heimild:  Sunnlenska.is