Home Fréttir Í fréttum Lögmenn selji ekki lengur fasteignir

Lögmenn selji ekki lengur fasteignir

58
0

Lögmannafélag Íslands leggst harðlega gegn því að hæstaréttar- og héraðsdómslögmenn fái ekki lengur að selja fasteignir.

LMFÍ er ósátt við breytingu sem stendur til að gera á lögum um sölu á fasteignum og skipum.

<>

Verði frumvarpið að lögum, með breytingartillögu efnahags- og viðskiptanefndar, munu lögmenn eftirleiðis þurfa að þreyja próf til að öðlast réttindi á við löggilda fasteignasala.

Í umsögn LMFÍ segir m.a. að „þekking lögmanna á vandasömum álitamálum sem tengjast viðskiptum sé langt umfram þær kröfur sem gerðar eru til löggiltra fasteignasala. Reyndar er það svo að í hlut lögmanna kemur iðulega að leysa úr ágreiningsmálum sem varða fasteignakaup og bera undir dómstóla.”

Heimild: Vb.is