Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við íþróttamiðstöð á Seltjarnarnesi komnar á fullt

Framkvæmdir við íþróttamiðstöð á Seltjarnarnesi komnar á fullt

429
0
Mynidir: Seltjarnarnes.is

Niðurrif á íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi gengur mjög vel eins og margir hafa vafalaust tekið eftir enda afar stórvirkar og öflugar vinnuvélar notaðar í verkefnið.

<>

Undirritaður var verksamningur milli Munck á Íslandi og Seltjarnarnesbæjar um stækkun og endurbætur á íþróttamiðstöð bæjarins þann 16. janúar sl. Auk íþróttasalar fyrir fimleika verður byggð búningsaðstaða, þreksalur, áhaldageymsla, betrumbætt anddyri og fleira sem tengist íþróttaiðkun.

 

Niðurrif við íþróttamiðstöð

Það er viðbúið að íbúar og vegfarendur verði óhjákvæmilega fyrir ónæði vegna framkvæmdanna og beðist er velvirðingar á því. Jafnframt eru allir hvattir til að fara gætilega í nágrenni við framkvæmdastaðinn, nýta afmarkaða göngustíga og minna sömuleiðis börnin reglulega á að vera varkár.

Niðurrif við íþróttamiðstöðHeimild: Seltjarnarnes.is