Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hagaland 2. áfangi 2018 – Gatnagerð og veitur

Opnun útboðs: Hagaland 2. áfangi 2018 – Gatnagerð og veitur

421
0
Selfoss

Fögrusteinar ehf. í Birtingaholti átti lægsta tilboðið í gatnagerð og veitulagna í 2. áfanga Hagalands á bökkum Ölfusár á Selfossi, sem vinna á á þessu ári.

Tilboð Fögrusteina hljóðaði upp á rúmlega 209,4 milljónir króna. Þar á eftir komu Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir með boð upp á rúmlega 216,4 og Borgarverk með rúmlega 218,9 milljónir króna.

Þrír aðrir verktakar buðu í verkið. D.Ing-Verk ehf bauð tæplega 236,2 milljónir króna, Háfell ehf tæplega 262,9 milljónir króna og IJ Landstak ehf tæpar 334,2 milljónir króna.

Kostnaðaráætlun framkvæmda- og veitusviðs Árborgar hljóðaði upp á rúmlega 324,3 milljónir króna.

Annar áfangi Hagalands er fyrir norðan og vestan Hagalæk. Þarna var gert ráð fyrir hjúkrunarheimili á skipulagi, en þar sem það verður byggt við Árveg, hefur svæðið verið endurskipulagt sem íbúabyggð.

Verkið felst í jarðvinnu vegna gatnagerðar, fráveitulagna og veitna ásamt lagnavinnu, malbikun og yfirborðsfrágangi. Verklok eru þann 15. september næstkomandi

Heimild: Sunnlenska.is

Previous articleHeimila kaup Reirs ehf. á Gluggasmiðjunni
Next articleTelur brýnast að leggja stokk í Miklubraut