Home Fréttir Í fréttum Telur brýnast að leggja stokk í Miklubraut

Telur brýnast að leggja stokk í Miklubraut

157
0
Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Ef spár ganga eftir fjölgar íbúum um 70 þúsund á næstu þrjátíu árum. Samgönguverkfræðingur segir brýnt að huga að framkvæmdum á vegakerfinu sem leysa tafir í umferðinni. „Tafatíminn er að kosta okkur rosalegt fé. Bara aukningin á tafatíma eru 100 og eitthvað milljarðar til ársins 2040,“ Smári Ólafsson, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf. Smári var í viðtali hjá Morgunútvarpinu á rás2.

Smári hefur unnið að umferðarspám, þar sem allar vegaframkvæmdir sem hafa verið í umræðunni síðustu ár eru tekin inn í ákveðnar sviðsmyndir, framkvæmdir eins og Sundabraut, stokk á Miklubraut, Öskjuhlíðargöng og mislæg gatnamót við Sæbraut og Bústaðaveg. „Við erum með alla íbúana og hvert þeir sækja vinnu og til og frá og heim aftur. Keyrum þetta í gegnum umferðar-spálíkön. Fáum út úr þessu hvar tafirnar í umferðinni eru að aukast og hversu mikið,“ segir Smári.

<>

Sundabraut fylgja framkvæmdir á Sæbraut

Smári segir að brýnustu vegaframkvæmdir næstu ára sé að leggja Miklubraut í stokk. Hann telur að Sundabraut hafi ekki jafn mikið vægi. „Stokkur í Miklubraut er framkvæmd sem gerir mikið fyrir byggðina í kringum sig. Gerir mikið fyrir erfiðasta svæðið í gatnakerfinu, fyrr gangandi og hjólandi sem fara þarna um og fyrir almenningssamgöngur sem væru þá komnar í forgang ofan á stokknum. Það er stór munur á svona framkvæmd heldur en mislægum gatnamótum sem er svolítið eins og í staðinn fyrir að byggja húsið að stækka gestaherbergið. Þarna ertu að fá mikið í einu“ segir Smári.

Smári segir Sundabraut vera ákveðna punktlausn. „Sundabraut myndi væntanlega létta á Árstúnsbrekkunni, en þú verður að gera eitthvað meira á Sæbrautinni til að gera eitthvað gagn. Annars ertu að koma fólki hraðar í teppuna þar. Þetta er ekki punktlausn, það þarf víðari sýn í þetta.“

Aðsókn í strætó jafn mikil og fjöldi bíla á Miklubraut

Smári segir að það sé ekki rétt að það fari enginn í strætó. Aðsókn í strætó er slík að það þurfi að mæta því með frekari framkvæmdum en fleiri strætisvögnum. „Tvær strætó leiðir ganga á 10 mín tíðni. Mjög góð byrjun á því að fara inn í eitthvað sem við getum kallað borgarlínu. Strætisvagnakerfið er í dag að flytja jafn marga farþega og eins og eru í Miklubrautinni. Ef við lokum strætó þurfum við að byggja nýja Miklubraut. þetta eru 45 þúsund ferðir í dag í strætó, þetta eru 45 þúsund bílar á Miklubraut á dag. Við þurfum að styðja við strætisvagnakerfið. Fjöldinn í vögnunum er það mikið að það er alveg ljóst að við getum ekki mætt því með fleiri gulum bílum,“ segir Smári.

Smári segir mikilvægt að vinna að því að breyta ferðavenjum Reykjavíkurbúa. „Niðurstaðan er sú að við sjáum að tafatíminn er að aukast miklu meira í þeim sviðsmyndum sem við breytum ekki ferðavenjum ef við horfumst í augu við þennan veruleika þá er það eina leiðin hjá okkur. Við viljum hafa þetta frelsi og þennan stutta ferðatíma, það eru mikil lífsgæði í því. Leiðin til þess er ekki eins og við höfum verið að gera. Við náum ekki að byggja áfram stofnvegakerfið með þessari leið,“ segir Smári.

Heimild: Ruv.is