Home Fréttir Í fréttum Heimila kaup Reirs ehf. á Gluggasmiðjunni

Heimila kaup Reirs ehf. á Gluggasmiðjunni

392
0
Mynd: Gluggasmiðjan

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup eignarhaldsfélagsins Reirs ehf. á Gluggasmiðjunni ehf. reir er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar, fyrrverandi sviðsstjóra hjá Kaupþingi.

<>

Samruninn felur í sér að Reir kaupir 79,323% af hlutafé í Gluggasmiðjunni. Eftir samrunann mun Gluggar og Gler enn eiga rúmlega 20% hlut á móti Reir.

Samrunaaðilar óskuðu eftir undanþágu frá banni við því að samruninn kæmi til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallaði um hann og var fallist á þá undanþágu með bréfi dagsettu 12. janúar 2018.
Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins segir að Gluggaverksmiðjan sé rótgróið fyrirtæki sem sérhæfi sig í framleiðslu og viðhaldi á gluggum og hurðum til handa byggingarverktaka, einstaklinga og fyrirtækja hér á landi. Þá segir að Reir sé eignarhaldsfélag sem starfi einkum við verðbréfaviðskipti ásamt því að taka að sér tilfallandi byggingaverkefni.

Heimild: Visir.is