Home Fréttir Í fréttum Sementsverksmiðjan gaf sig ekki gegn „púðrinu“

Sementsverksmiðjan gaf sig ekki gegn „púðrinu“

225
0
Mynd: Skagafrettir.is

Niðurrif Sementsverksmiðjunnar er hafið og í dag var gerð tilraun til þess að sprengja fjögur stór mannvirki.

<>

Skagamenn sem voru á ferðinni á Akranesi um kl. 14 laugardaginn 30. desember urðu án efa þess varir að gríðarleg sprenging átti sér stað við Sementsverksmiðjuna.

Mynd: Skagafrettir.is

 

Mynd: Skagafrettir.is
Mynd: Skagafrettir.is

Sílóin fjögur sem átti að fella stóðu atlöguna af sér og halla þess í stað í suður átt að Faxabrautinni. Heimildarmenn skagafrétta sem voru á staðnum sögðu að líklega væri ekki til sterkara mannvirki á landinu en þær byggingar sem á að rífa á næstu mánuðum á Sementssvæðinu. Mikið járnavirki væri í sementinu og veggirnir eru ógnarþykkir.

 

Það gengur bara betur næst segjum við hér á Skagafréttir.is

Gera má ráð fyrir að Faxabrautin verði lokuð fram yfir áramót af þessum sökum.

Það vekur athygli að engar upplýsingar voru gefnar út til íbúa Akraness eða fjölmiðla um þær dúndurfréttir sem bárust um Skagann í dag.

Heimild: Skagafrettir.is