Home Fréttir Í fréttum Mistókst að sprengja niður síló á Akranesi

Mistókst að sprengja niður síló á Akranesi

210
0
Mynd: Skjáskot
Ekki tókst að sprengja niður fjögur samliggjandi síló á lóð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi í dag, eins og til stóð. Bæjarstjóri segist ekki hafa vitað af þessum áformum í dag.

Lokað var fyrir umferð á tveimur götum, Suðurgötu og Faxabraut, af öryggisáæstum á meðan sílóin voru sprengd. Ekki fór þó betur en svo að sílóin féllu til hliðar en ekki til jarðar eins og sést í myndabandi sem að Magnús Magnússon hjá Skessuhorni tók í dag.

<>

Akraneskaupstaður er verkkaupi að niðurrifinu en fyrirtækið Work north sér um framkvæmdina. Akraneskaupstaður sendi ekki út tilkynningu um sprenginguna til íbúa en samkvæmt Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra, var bæjaryfirvöldum ekki ljóst að sprengingin yrði í dag. Lögreglan á Vesturlandi fékk þó tilkynningu um sprenginguna og samkvæmt lögreglunni voru íbúar í næsta nágrenni látnir vita.

Í ljósi þess að sprengingin gekk ekki sem skyldi verður Faxabraut áfram lokuð að hluta og hefur Akraneskaupstaður farið fram á að svæðið verði vaktað þar til sílóin verða felld á nýju ári – til að gæta öryggis íbúa.

Uppfært kl. 20.18:
Faxabraut er nú lokuð fyrir allri umferð vegna hrunhættu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi. Lokunin nær frá Jaðarsbraut að Sementsbryggju og gildir til 2. janúar, þegar ástandið verður metið að nýju.

Heimild: Ruv.is