
Í gær fengu Þjótandi ehf afhenta nýja Komatsu PC210LC-11 beltagröfu.
Vélin er hin glæsilegasta og einstaklega vel útbúin, hún er rúmlega 22 tonn að þyngd og útbúin með bakk- og hliðarmyndavélum, fullum rúlluvörnum, smurkerfi, LED ljósum, Miller hraðtengi og Miller skóflu ásamt Komtrax kerfi sem að gerir eigandanum kleift að fylgjast með vélinni á netinu.
Þeir hjá Kraftvélum óskuðu Þjótanda til hamingju með þessa glæsilegu vél og að sjálfsögðu fengu þeir væna skottertu með vélinni til að skjóta upp um áramótin.
Heimild: Facebooksíða Kraftvéla