Home Fréttir Í fréttum Þjótandi ehf fær afhenta nýja Komatsu PC210LC-11 beltagröfu

Þjótandi ehf fær afhenta nýja Komatsu PC210LC-11 beltagröfu

268
0
Á myndinni má sjá Gylfa Hauksson (t.v.), sölumann vinnuvéla, afhenta Ólafi Einarssyni, framkvæmdastjóra Þjótanda, nýju vélina.

Í gær fengu Þjótandi ehf afhenta nýja Komatsu PC210LC-11 beltagröfu.

<>

Vélin er hin glæsilegasta og einstaklega vel útbúin, hún er rúmlega 22 tonn að þyngd og útbúin með bakk- og hliðarmyndavélum, fullum rúlluvörnum, smurkerfi, LED ljósum, Miller hraðtengi og Miller skóflu ásamt Komtrax kerfi sem að gerir eigandanum kleift að fylgjast með vélinni á netinu.

Þeir hjá Kraftvélum óskuðu Þjótanda til hamingju með þessa glæsilegu vél og að sjálfsögðu fengu þeir væna skottertu með vélinni til að skjóta upp um áramótin.

 

Heimild: Facebooksíða Kraftvéla