Home Fréttir Í fréttum Heimila niðurrif á rússatogara í Helguvík

Heimila niðurrif á rússatogara í Helguvík

132
0
Mynd: Sudurnes.net

Stjórn Reykjaneshafnar hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að niðurrif á rússneska togaranum Orlík verði framkvæmt í Helguvík. Heimildin er þó háð samþykki annara stofnanna. Undanfarin ár hefur staðið til að togarinn yrði fluttur erlendis til niðurrifs, en eigandinn, Hringrás, hefur nú sóst eftir því að niðurrifið verði framkvæmt hér á landi.

Togarinn hefur verið staðsettur í Njarðvíkurhöfn undanfarin þrjú ár og hefur nokkrum sinnum litlu munað að af honum hlytist mikið tjón, en tvisvar sinnum hefur hefur togarinn næstum slitið landfestar auk þess sem hann var nærri sokkinn í höfninni.

Heimild: Sudurnes.net

Previous articleÞjótandi ehf fær afhenta nýja Komatsu PC210LC-11 beltagröfu
Next article17.01.2018 Ísafjörður – Mávagarður – viðlegustöpull 2017