Home Fréttir Í fréttum Nýtt Bryggju­hverfi á teikni­borðinu

Nýtt Bryggju­hverfi á teikni­borðinu

245
0
Bryggju­hverfi vest­ur er hér sýnt með græn­um lit fyr­ir miðju. Sementstank­arn­ir verða áber­andi í hverf­inu. Hægra meg­in er vest­asti hlut­inú­ver­andi Bryggju­hverf­is og vinstra meg­in má sjá út­lín­ur að nýj­um áfanga Bryggju­hverf­is­ins, sem rísa mun á land­fyll­ing­um þegar tím­ar líða. Tölvu­mynd/​Arkís

Reykja­vík­ur­borg er byrjuð að út­hluta lóðum í nýju Bryggju­hverfi í Elliðavogi sem enn er á teikni­borðinu. Gert er ráð fyr­ir allt að 850 íbúðum í þessu nýja hverfi. Hverfið ber vinnu­heitið Bryggju­hverfi vest­ur og verður þar sem at­hafna­svæði Björg­un­ar ehf. er nú á Sæv­ar­höfða. Björg­un á sam­kvæmt samn­ing­um að rýma svæðið eigi síðar en í maí 2019. Þau mann­virki sem eru á lóðinni munu víkja fyr­ir utan sementstank­ar tveir sem eru syðst á svæðinu og setja mik­inn svip á það.

<>

Á fundi borg­ar­ráðs 12. októ­ber sl. var lagt fram bréf skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar Reykja­vík­ur­borg­ar þar sem óskað er eft­ir að borg­ar­ráð samþykki að veita Bjargi hses. (bygg­ing­ar­fé­lagi verka­lýðsfé­laga) vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á um 30 íbúðum í hinu nýja hverfi. Einnig var óskað eft­ir að borg­ar­ráð samþykkti að veita Bú­seta hús­næðis­sam­vinnu­fé­lagi vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á markaðsverði á um 35 íbúðum í tveim­ur hús­um í hverf­inu. Lóðavil­yrðin eru veitt með nokkr­um skil­yrðum, m.a. að deili­skipu­lag um lóðina fá­ist samþykkt og samn­ingaviðræðum Faxa­flóa­hafna og Reykja­vík­ur­borg­ar um kaup borg­ar­inn­ar á land­inu ljúki með sam­komu­lagi. Borg­ar­ráð samþykkti til­lög­urn­ar.

Land­fyll­ing út í sjó

Ný­lega voru kynnt drög að til­lögu um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs, dags. 10. októ­ber 2017, sem unn­in er af Arkís, Verkís og Lands­lagi, vegna gerðar deili­skipu­lags fyr­ir Bryggju­hverfi vest­ur. Svæðið er að mestu á nú­ver­andi land­fyll­ingu og af­mark­ast af nú­ver­andi Bryggju­hverfi til aust­urs, Ártúns­höfða til suðurs og sjó til norðurs og vest­urs. Til norðurs snýr deili­skipu­lags­svæðið til sjáv­ar, en gert er ráð fyr­ir að nú­ver­andi land­fyll­ing stækki út í sjó. Til vest­urs er fyr­ir­huguð frek­ari land­fyll­ing í ramma­skipu­lagi Elliðaár­vogs og Ártúns­höfða. Land­fyll­ing­in verður 25.000 fer­metr­ar og hef­ur verið samið við Björg­un um að sjá um gerð henn­ar. Þegar því verki lýk­ur verður ný íbúðarbyggð skipu­lögð á henni.

Bryggju­hverfi vest­ur er fyrsti deili­skipu­lags­áfang­inn sem unn­inn er á grunni ramma­skipu­lags Elliðaár­vogs og Ártúns­höfða, sem bygg­ist á áhersl­um aðal­skipu­lags Reykja­vík­ur. Aðal­skipu­lagið ger­ir ráð fyr­ir að 90% allra nýrra íbúða, sem reist­ar verða á skipu­lags­tíma­bil­inu, rísi inn­an nú­ver­andi þétt­býl­is­marka.

Fallegt útsýni yfir Sundin verður frá nýja hverfinu.
Fal­legt út­sýni yfir Sund­in verður frá nýja hverf­inu. mbl.is/​Eggert

Lands­lag við vog­inn og Ártúns­höfða hef­ur tekið veru­leg­um breyt­ing­um af manna­völd­um síðustu 50 ár að því er fram kem­ur í kynn­ingu á hinu nýja deili­skipu­lagi. Geirs­nef fyllti nán­ast út í vog­inn þegar um­fram­efni og úr­gangi var komið þar fyr­ir og ós Elliðaánna færðist um einn kíló­metra til norðurs. Einnig var fyllt upp vest­an og norðan með Ártúns­höfða til aðstöðusköp­un­ar fyr­ir iðnfyr­ir­tæki og vinnslu jarðefna.

Byggðamynst­ur Bryggju­hverf­is II verður þriggja til fimm hæða rand­byggð þar sem sam­felld húsaröð í jaðri lóðar upp við götu um­lyk­ur húsag­arð. Inn­g­arðar verða að mestu leyti ofan á bíl­geymsl­um og skulu að mestu vera bíla­stæðafr­í­ir. Bryggju­torg verður helsti sam­komu­staður hverf­is­ins, en um­hverf­is torgið er gert ráð fyr­ir að blönd­un versl­un­ar, þjón­ustu, skóla og íbúðar­hús­næðis skapi vett­vang mann­lífs og menn­ing­ar inn­an hverf­is­ins. Bryggju­torg teng­ist fyr­ir­huguðu Kross­mýr­ar­torgi um Breiðhöfða og al­menn­ings­rým­um við strönd til norðurs.

„Elliðaár­vog­ur er einn veður­sæl­asti staður­inn í Reykja­vík. Þar gæt­ir ekki norðan­strengs og Ártúns­höfðinn skýl­ir fyr­ir suðaustanátt. Á land­fyll­ing­um neðan höfðans fel­ast tæki­færi í ná­lægð við sjó­inn og sund­in blá auk greiðra teng­inga við úti­vist­ar­leiðir og ríka nátt­úru í Grafar­vogi og Elliðaár­dal,“ seg­ir í kynn­ingu.

Nú­ver­andi Bryggju­hverfi er byggt á deili­skipu­lagi frá 1997, með síðari breyt­ing­um. Hverfið er að mestu á land­fyll­ingu í mynni Grafar­vogs norðanund­ir Ártúns­höfða. Byggðin hef­ur sterk­an heild­ar­svip bryggju­hverf­is. Björg­un ehf. fékk Björn Ólafs, arki­tekt í Par­ís, til að ann­ast deili­skipu­lag og að hluta til hönn­un húsa í hverf­inu. Fyrstu hús­in í Bryggju­hverf­inu risu árið 1998.

Hverfið hef­ur liðið fyr­ir það að hlé varð á upp­bygg­ingu þess þar til á allra síðustu árum. Að auki var það ein­angrað frá ná­granna­hverf­um og full­lítið til að vera sjálf­bært hvað varðar versl­un og þjón­ustu. Með stækk­un Bryggju­hverf­is­ins á næstu árum verður breyt­ing hér á.

Heimild: Mbl.is