Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Work North rífur Sementsverksmiðjuna – 150 millj. kr. undir kostnaðaráætlun

Work North rífur Sementsverksmiðjuna – 150 millj. kr. undir kostnaðaráætlun

207
0
Sementsverksmiðjan

Skipulags- og umhverfisráð Akraness hefur samþykkt tilboð Work North ehf. í 1. hluta á niðurrifi á mannvirkjum Sementsverksmiðjunnar.

<>

Frá þessu er greint í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 17. okt. s.l.

Alls bárust tólf tilboð í verkið. Kostnaðaráætlun Mannvits í 1. hluta niðurrifsins hljóðaði upp á rétt rúmlega 326 milljónir kr.

Tilboð Work North ehf.  í 1. hluta niðurrifsins var rétt rúmlega 175 milljónir kr. eða 151 milljón kr. undir áætlun Mannvits.

Work North ehf. bauð rétt tæplega 161 milljónir kr. í 2. hluta niðurrifsins en kostnaðaráætlun Mannvits í það verk hljóðaði upp á 271 milljón kr.

Skipulags – og umhverfisráð á enn eftir að ganga frá verkhluta 2 við verktaka.

Eft­ir­tal­in til­boð bár­ust í 1. verkhluta:
Mik­ill mun­ur var á lægsta og hæsta til­boði eða 819 millj­ón­ir króna.

Work North ehf. 175.279.000
ABLTAK ehf. 274.790.000
Ell­ert Skúla­son ehf. 279.620.000.
Skófl­an hf. 378.000.000.
G. Hjálm­ars­son hf. 460.838.000.
Há­fell ehf. 495.048.000.
Þrótt­ur ehf. 509.585.000.
Ístak hf. 556.088.000.
Wye Valley 618.969.000.
Íslands­gám­ar hf. 666.575.000.
Húsarif ehf. 794.210.000.
Sér­fé­lag stofnað um verk­efnið 994.790.000.

Heimild: Skagafrettir.is