Home Fréttir Í fréttum Svona gæti nýr Laugardalsvöllur litið út

Svona gæti nýr Laugardalsvöllur litið út

737
0
Mynd: KSÍ

Áform um byggingu nýs þjóðarleikvangs Íslendinga á Laugardalsvelli eru komin í formlegan farveg hjá ríkis- og borgaryfirvöldum. Formaður KSÍ óttast ekki að þó breytingar verði á ríkisstjórn eftir kosningar að þetta samkomulag verði til einskis.

<>

Myndir: KSÍ

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tilkynntu nýja samkomulagið formlega ásamt forystu Knattspyrnusambands Íslands formlega í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum fyrr í dag.

 

Laugardalsvöllur er í raun löngu úr sér genginn og mætti segja að völlurinn sé orðinn úreltur þar sem völlurinn uppfyllir ekki lengur kröfur í alþjóðlegum fótbolta og undirbúningsvinna hefur staðið yfir í nokkur ár um nýjan leikvang.

Valið stendur nú á milli tveggja valkosta. Annar er hefðbundinn lokaður leikvangur sem kostar fimm milljarða króna eða yfirbyggður fjölnota leikvangur sem kostar 8.3 milljarða króna.

Heimild: Ruv.is