Home Fréttir Í fréttum Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ samþykkt

Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ samþykkt

147
0
Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti í morgun að ráðast í byggingu fjölnota íþróttahúss. Húsið verður byggt á gervigrasvellinum austan við íþróttahúsið.

Í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráð kemur fram að húsið verði 3.200 fermetra fjölnota íþróttahús eða knatthús. Fylgt er reglugerð KSÍ um vallarstærðir fyrir 7 og 8 manna bolta. Fleiri deildir en knattspyrnudeild Aftureldingar geta þó nýtt sér húsið, sem og önnur íþrótta- og tómstundafélög. Einnig hafi leik- og grunnskólar bæjarins möguleika á að nýta húsið utan æfingatíma. Íbúar sveitarfélagsins eins og eldri borgarar gætu  einnig átt aðkomu að húsinu, til dæmis til göngu innanhúss yfir vetrarmánuðina.

<>

Húsið verður útfært á svipaðan hátt og knatthús FH í Hafnarfirði, Risinn. Áætlaður grunnflötur er 64×50 metrar og auk gervigrasvallarins verða þrjár tartan hlaupabrautir meðfram hliðarlínu gervigrassins.  Áætlaður kostnaður við mannvirkið er 308 milljónir króna.

Heimild: Ruv.is