Reykjanesbær hefur auglýst útboð við jarðvinnu vegna byggingar á nýjum grunnskóla í Dalshverfi í Innri-Njarðvík. Áætlað er að vinna við jarðvinnuhluta verksins hefjist í byrjun nóvember og ljúki eigi síðar en um miðjan janúar.

Kennsla er þegar hafinn í skólanum, en kennslan fer fram í bráðabirðahúsnæði og er unnin í samstarfi við Akurskóla. Áætlaður heildarkostnaður við nýjan skóla í Dalshverfi er um fimm milljarðar króna.
Heimild: Sudurnes.net