Home Fréttir Í fréttum Miklu fleiri kaupa húsnæði í fyrsta sinn – áttföldun í Reykjavík

Miklu fleiri kaupa húsnæði í fyrsta sinn – áttföldun í Reykjavík

74
0

Þeim sem kaupa sitt fyrsta íbúðahúsnæði hefur fjölgað ár frá ári síðustu ár og fyrstu þrjá mánuði ársins í ár var hlutfall fyrstu kaupenda orðið 22,9 prósent af heildarfjölda íbúðakaupa. Þetta kemur fram í samantekt sem Þjóðskrá Íslands ( hefur tekið saman fyrir velferðarráðuneytið.

<>

„Fjöldi fyrstu kaupa hefur meira en tvöfaldast milli áranna 2008 og 2014 og ríflega fjórfaldast miðað við árið 2009. Fjölgun fyrstukaupasamninga hefur á eftirhrunsárunum tekið mun betur við sér á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, einkum þó í Reykjavík. Þar hefur fjöldi fyrstukaupasamninga t.d. áttfaldast milli áranna 2009 og 2013.“

Gögnin byggja á upplýsingum frá öllum sýslumannsembættum á landinu frá byrjun árs 2008, en frá þeim tíma var farið að veita afslátt af stimpilgjöldum við fyrstu húsnæðiskaup. Þar með varð sá möguleiki fyrir hendi að fá fram upplýsingar um fjölda þeirra sem voru að kaupa í fyrsta sinn, segir í úttektinni.

„Árin næst bankahruninu 2008, er fasteignaverð hafði hrunið um meira en 30% að raunvirði frá árunum fyrir bankahrunið, hafði orðið mikil fækkun samninga og hlutfall fyrstu kaupa var lægra en 10% árin 2008 og 2009,“ segir í úttektinni. Árin eftir þetta hefur samningum hins vegar „hægt en bítandi farið fjölgandi“ og samhliða því hefur hlutfall fyrstu kaupa hækkað verulega. „Í beinum tölum er fjölgun fyrstukaupasamninga enn meira sláandi, þeim fjölgaði þannig úr 449 árið 2009 í 2050 árið 2014 og tölurnar fyrir upphaf ársins 2015 benda til áframhaldandi aukningar fyrir árið í heild.“

Heimild: Kjarninn.is